Hugur - 01.01.1988, Síða 43
HUGUR
ATLI HARÐARSON
Quines en skynjun Jóns með vi. (Quine mundi líklega halda því
fram að vi. sé villandi aðferð til þess að tjá þau sannindi sem
felast í v.)
Ég held að sú skoðun sem fram kemur í þessu slagorði
Quines sé býsna útbreidd á meðal verufræðinga. Þannig telur
Chisholm til dæmis að við höfum ástæðu til þess að eigna
hlutum tilvist ef til eru einhver sannindi sem við getum ekki
tjáð án þess að vísa til þeirra í nafnlið.15 Svo þrátt fyrir að þeir
Quine og Chisholm séu ósammála um flest, þá virðast þeir
sammála um það að við höfum ástæðu til þess að eigna hlutum
tilvist, ef til eru einhver sannindi sem við getum ekki tjáð, án
þess að vísa til þeirra í nafnlið.
Að halda því fram að skuggar, skynreyndir og atburðir séu
ekki til, jafngildir þá því, samkvæmt þessari skoðun Chisholms
og Quines, að halda því fram að það séu engin sannindi til sem
við getum ekki tjáð án þess að vísa til skugga, skynreynda eða
atburða. Eða með öðmm orðum, að við getum sagt allt sem
segja þarf til þess að gera tæmandi grein fyrir öllu sem er, með
því að tala um skyggða hluti í stað skugga, um skynjendur og
skynjaða hluti í stað skynreynda og um hluti hafandi þessa eða
hina eiginleika í stað atburða.
En getum við ekki losnað við hvaða hluti sem er með þessu
móti? Geta þeir sem ekki vilja hafa hunda í Reykjavík ekki
losnað við alla hunda úr borginni með því einu að umorða
setningar eins og þessa:
vii. Það em hundar í Reykjavík
þannig að í hennar stað komi setningin:
viii. Reykjavík er hundhafandi
„Reykjavík er hundhafandi“ er auðvitað skrýtin íslenska en
ég sé ekkert því til fyrirstöðu að breyta íslensku máli svolítið.
Alla vega getur það, hvað er til í þessum heimi, tæpast farið
eftir því hvað lætur illa í eyrum íslenskra málnotenda.
15 Chisholm, R.M: Person and Object, bls.l 17.
41