Hugur - 01.01.1988, Side 44
VERUFRÆÐI
HUGUR
Með þessu virðumst við geta losað okkur við hvað sem er.
Við höfum algerlega frjálst val um hvaða hluta við vísum til í
nafnlið. Við getum losað okkur við hvað sem er úrnafnlið, án
þess að nein sannindi fari forgörðum, að því tilskiklu að við
komum þ ví fyrir í sagnlið.16
En því miður fyrir okkur sem erum fylgjandi hundahaldi,
þá er hætt við því að þeir sem vilja losna við alla hunda úr
borginni láti sér þessa lausn ekki nægja. Þeir vita mætavel, að
það hvað er til í þessum heimi breytist ekki þó við tökum upp
nýjan talsmáta. Raunar virðist það hvað er til og hvað ekki, alls
ekki fara eftir þvf hvers við verðum að vísa til í nafnlið til þess
að gera tæmandi grein fyrir öllu sem er, einfaldlega vegna þess
að það eru engir hlutir sem við verðum að vísa til í nafnlið til
þess að gera tæmandi grein fyrir því sem er.
16 Við getum jafnvel talað hlutlaust mál og notað setningar sem eklci vísa
til neins í nafnlið heldur fela allt innihald sitt í einum sagnlið. Slíkar
setningar eru til í venjulegri íslensku. Handhæg dæmi eru: „Það rignir“
og „Nú versnar í þvf‘. En íslenskan ræður þó hvorki yfir nógu miklu
úrvali af sagnorðum né nógu miklum möguleikum á að tengja orð
saman í samsettar umsagnir til að við getum talað alveg hlutlaust mál.
En við getum bara lagað íslenskuna svolítið og sagt: „Það
veggskyggir" í staðinn fyrir „það er skuggi á veggnum“ og „það er
reykjavík-hundhafandi" í staðinn fyrir „það eru hundar í Reykjavík".
Til þess að þýða allar setningar yfir á mál sem er hlutlaust með þessum
hætti þarf auðvitað mál með óendanlegan orðaforða (a.m.lc. eitt orð
fyrir hverja setningu sem hægt er að mynda á málinu sem þýtt er úr).
Nú má efast um að mál geti haft óendanlegan orðaforða en þessi efi
þarf ekki að hindra okkur í að búa til hlutlaust mál. Við setjum bara
eftirfarandi reglu um þýðingu af venjulegri íslensku yfir á hlutlausa
íslensku: Setning á venjulegri íslensku sem samanstendur af orðunum
01,02,... On, í þessari röð, verður „það er 01-02-,..,,-0n- legt“.
Auðvitað er engu breytt með þessu. Aðeins er lagt bann við að greina
selningar þannig að rökmáttur þeirra komi í ljós. Þ.e. litið er á hverja
setningu sem heild sem ekki verður sundurgreind og hefur því hvorki
neitt rökform rié neinn rökmátt. En bann við greiningu er líka allt sem
felst f því að neita að hlutgera eitthvað. Á máli rökfræðinnar verður
hlutlaus setning aðeins þýdd með setningabreytu eins og „p“ eða „q“.
Og ef við höldum okkur við hlutlaust mál, þá erum við bundin við yrð-
ingarökfræði eina saman og alls ófær um að gera algengustu afleiðslur
formlegar, þ.e. að sýna fram á að þær séu réttlættar af formi setning-
anna einna.
42