Hugur - 01.01.1988, Page 44

Hugur - 01.01.1988, Page 44
VERUFRÆÐI HUGUR Með þessu virðumst við geta losað okkur við hvað sem er. Við höfum algerlega frjálst val um hvaða hluta við vísum til í nafnlið. Við getum losað okkur við hvað sem er úrnafnlið, án þess að nein sannindi fari forgörðum, að því tilskiklu að við komum þ ví fyrir í sagnlið.16 En því miður fyrir okkur sem erum fylgjandi hundahaldi, þá er hætt við því að þeir sem vilja losna við alla hunda úr borginni láti sér þessa lausn ekki nægja. Þeir vita mætavel, að það hvað er til í þessum heimi breytist ekki þó við tökum upp nýjan talsmáta. Raunar virðist það hvað er til og hvað ekki, alls ekki fara eftir þvf hvers við verðum að vísa til í nafnlið til þess að gera tæmandi grein fyrir öllu sem er, einfaldlega vegna þess að það eru engir hlutir sem við verðum að vísa til í nafnlið til þess að gera tæmandi grein fyrir því sem er. 16 Við getum jafnvel talað hlutlaust mál og notað setningar sem eklci vísa til neins í nafnlið heldur fela allt innihald sitt í einum sagnlið. Slíkar setningar eru til í venjulegri íslensku. Handhæg dæmi eru: „Það rignir“ og „Nú versnar í þvf‘. En íslenskan ræður þó hvorki yfir nógu miklu úrvali af sagnorðum né nógu miklum möguleikum á að tengja orð saman í samsettar umsagnir til að við getum talað alveg hlutlaust mál. En við getum bara lagað íslenskuna svolítið og sagt: „Það veggskyggir" í staðinn fyrir „það er skuggi á veggnum“ og „það er reykjavík-hundhafandi" í staðinn fyrir „það eru hundar í Reykjavík". Til þess að þýða allar setningar yfir á mál sem er hlutlaust með þessum hætti þarf auðvitað mál með óendanlegan orðaforða (a.m.lc. eitt orð fyrir hverja setningu sem hægt er að mynda á málinu sem þýtt er úr). Nú má efast um að mál geti haft óendanlegan orðaforða en þessi efi þarf ekki að hindra okkur í að búa til hlutlaust mál. Við setjum bara eftirfarandi reglu um þýðingu af venjulegri íslensku yfir á hlutlausa íslensku: Setning á venjulegri íslensku sem samanstendur af orðunum 01,02,... On, í þessari röð, verður „það er 01-02-,..,,-0n- legt“. Auðvitað er engu breytt með þessu. Aðeins er lagt bann við að greina selningar þannig að rökmáttur þeirra komi í ljós. Þ.e. litið er á hverja setningu sem heild sem ekki verður sundurgreind og hefur því hvorki neitt rökform rié neinn rökmátt. En bann við greiningu er líka allt sem felst f því að neita að hlutgera eitthvað. Á máli rökfræðinnar verður hlutlaus setning aðeins þýdd með setningabreytu eins og „p“ eða „q“. Og ef við höldum okkur við hlutlaust mál, þá erum við bundin við yrð- ingarökfræði eina saman og alls ófær um að gera algengustu afleiðslur formlegar, þ.e. að sýna fram á að þær séu réttlættar af formi setning- anna einna. 42
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.