Hugur - 01.01.1988, Side 55

Hugur - 01.01.1988, Side 55
HUGUR VILHJÁLMUR ÁRNASON II í siðfræði tilvistarstefnunnar hvílir áherslan á ábyrgri persónulegri ákvörðun sem þungamiðju siðferðilegs lífs. I fyrirlestrinum „Tilverustefnan er mannhyggja“ segir Jean-Paul Sartre að upphafsorð tilvistarstefnunnar sé að finna í fleygri setningu Dostojefskís: „Ef Guð er ekki til, er allt leyfilegt.“4 Hugsunin er í stuttu máli þessi: Ef Guð er ekki til, er ekki hægt að ganga útfrá neinum fyrirframgefnum gildum eða hlutlægum verðmætum sem hægt er að miða breytni sína við. Ef ekki er til að dreifa neinni yfimáttúrlegri uppsprettu siðferðilegra gilda, þá getum við ekki uppgötvað nein verðmæti í heiminum sem við getum réttlætt eða afsakað hegðun okkar með. í þessum skilningi er „allt leyfilegt“: Þar eð engar siðareglur og lögmál er að finna önnur en þau sem menn hafa sjálfir sett, þá er ekki hægt að finna nein endanleg rök fyrir því fyrirfram að til- teknar athafnir séu réttar eða rangar. Á hinn bóginn leynast einmitt í þessari sömu staðreynd rökin fyrir því að maðurinn sé siðferðilega sjálfráða, að mati Sartres. Hann er dæmdur til frelsis vegna þess að hann kemst ekki hjá því að bregðast við aðstæðum sínum og hafast að en þar með er hann í rauninni að halda fram ákveðnum verðmætum, skapa ákveðið siðgæði sem lesa má af athöfnum hans. Vitund manns um frelsi sitt felst reyndar f því að þessi stað- reynd blasi við honum. Hann sér að þau viðmið um hegðun, sem hann hefur fyrir sér í siðum samfélagsins og menningu, eiga sér enga stoð óháð vali og vilja hans sjálfs. Ógagnrýnin hefðartryggð og fylgispekt við viðteknar venjur og siðareglur bera vott um afneitun einstaklingsfrelsis og em því ekki mönn- um sæmandi. Sartre er sérstaklega í nöp við hvers konar lög- máls- eða reglusiðfræði. Undir reglusiðfræði felli ég þær kenningar í siðfræði þar sem megináherslan hvílir á að setja fram og skýra þær siðareglur sem standa vörð um grund- vallarverðmæti. Siðfræði af þessu tagi leggur niður þær leik- reglur siðferðisins sem hver maður verður að halda ætli hann að taka þátt í samfélaginu. Reglusiðfræði segir mönnum yfir- 4 Jean-Paul Sartre, „Tilverustefnan er mannhyggja" (drög að þýðingu eftir Pál Skúlason í febrúar 1981), bls. 11. 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.