Hugur - 01.01.1988, Page 55
HUGUR
VILHJÁLMUR ÁRNASON
II
í siðfræði tilvistarstefnunnar hvílir áherslan á ábyrgri
persónulegri ákvörðun sem þungamiðju siðferðilegs lífs. I
fyrirlestrinum „Tilverustefnan er mannhyggja“ segir Jean-Paul
Sartre að upphafsorð tilvistarstefnunnar sé að finna í fleygri
setningu Dostojefskís: „Ef Guð er ekki til, er allt leyfilegt.“4
Hugsunin er í stuttu máli þessi: Ef Guð er ekki til, er ekki hægt
að ganga útfrá neinum fyrirframgefnum gildum eða hlutlægum
verðmætum sem hægt er að miða breytni sína við. Ef ekki er til
að dreifa neinni yfimáttúrlegri uppsprettu siðferðilegra gilda,
þá getum við ekki uppgötvað nein verðmæti í heiminum sem
við getum réttlætt eða afsakað hegðun okkar með. í þessum
skilningi er „allt leyfilegt“: Þar eð engar siðareglur og lögmál
er að finna önnur en þau sem menn hafa sjálfir sett, þá er ekki
hægt að finna nein endanleg rök fyrir því fyrirfram að til-
teknar athafnir séu réttar eða rangar. Á hinn bóginn leynast
einmitt í þessari sömu staðreynd rökin fyrir því að maðurinn sé
siðferðilega sjálfráða, að mati Sartres. Hann er dæmdur til
frelsis vegna þess að hann kemst ekki hjá því að bregðast við
aðstæðum sínum og hafast að en þar með er hann í rauninni að
halda fram ákveðnum verðmætum, skapa ákveðið siðgæði sem
lesa má af athöfnum hans.
Vitund manns um frelsi sitt felst reyndar f því að þessi stað-
reynd blasi við honum. Hann sér að þau viðmið um hegðun,
sem hann hefur fyrir sér í siðum samfélagsins og menningu,
eiga sér enga stoð óháð vali og vilja hans sjálfs. Ógagnrýnin
hefðartryggð og fylgispekt við viðteknar venjur og siðareglur
bera vott um afneitun einstaklingsfrelsis og em því ekki mönn-
um sæmandi. Sartre er sérstaklega í nöp við hvers konar lög-
máls- eða reglusiðfræði. Undir reglusiðfræði felli ég þær
kenningar í siðfræði þar sem megináherslan hvílir á að setja
fram og skýra þær siðareglur sem standa vörð um grund-
vallarverðmæti. Siðfræði af þessu tagi leggur niður þær leik-
reglur siðferðisins sem hver maður verður að halda ætli hann
að taka þátt í samfélaginu. Reglusiðfræði segir mönnum yfir-
4 Jean-Paul Sartre, „Tilverustefnan er mannhyggja" (drög að þýðingu
eftir Pál Skúlason í febrúar 1981), bls. 11.
53