Hugur - 01.01.1988, Side 58

Hugur - 01.01.1988, Side 58
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIÐ HUGUR er ekki annað en þessi merking sem þið kjósið.“6 Hver og einn einstaklingur hefur því bókstaflegt sjálfdæmi um það hvað hon- um ber að gera; það er útilokað að skera úr um það fyrirfram með skynsamlegum rökum. Og það er ekki einungis að þetta sé ekki hægt að mati Sartres, heldur er það skilyrði þess að hægt sé að tala um raunverulega siðferðilega ákvörðun að hún eigi sér enga aðra réttlætingu en þá að hún sé valin í nafni frelsisins. Engu að síður er Sartre mikið í mun að bera af sér ásakanir um sjálfdæmishyggju. í því skyni ber hann fram tvenns konar rök. Fyrri rökin byggja á samanburði á því sem hann kallar „sköpunaraðstæður“ lista og siðferðis: „Bæði í listinni og sið- ferðinu eiga sér stað sköpun og uppfinning. Við getum ekki ákvarðað fyrirfram það sem á að gera.“7 Líkt og listamaður skapar ákveðið listaverk án þess að það sé fyrirfram skilgreint, þannig skapar hver einstaklingur ákveðið siðgæði, þar sem gildin ráðast af verkunum sjálfum. Þetta er athyglisverð líking sem dregur vel fram siðferðishugsun Sartres og þær takmark- anir sem hún er háð. Það er því ómaksins vert að líta nánar á þessa samlíkingu. Aristóteles gerði sér mikinn mat úr samlíkingu lista og siðferðislífs. Til dæmis benti hann á að í þessum efnum nægði ekki að þekkja almennar reglur, heldur yrði líka að koma til næmi eða tilfinning fyrir aðstæðunum. Það er við beitingu almennrar þekkingar í tilteknum aðstæðum sem reynir á hinn skapandi þátt: að hafa auga fyrir því nákvæmlega hvað er rétt að gera hverju sinni. Það er því út af fyrir sig rétt að segja að ekki sé hægt að ákvarða það fyrirfram í listum og siðferði hvað á að gera; siðferðilegur vandi felst einmitt í því að rata „hinn gullna meðalveg“ við sífellt nýjar og ólíkar aðstæður. En þrátt fyrir það að ákvörðun sé í þessum skilningi óhjákvæmilegur þáttur siðferðilegs lífs, þá er ekki þar með sagt að siðferðið sjálft velti á einstökum ákvörðunum manna, eins og Sartre heldur fram. Það er rétt að geta þess að þegar Aristóteles bendir á hlið- stæðu lista og siðferðis þá á hann við „hagnýtar“ listir eins og 6 Sartre, samarit, bls. 30. 7 Samarit, bls. 25-26. 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.