Hugur - 01.01.1988, Page 58
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIÐ
HUGUR
er ekki annað en þessi merking sem þið kjósið.“6 Hver og einn
einstaklingur hefur því bókstaflegt sjálfdæmi um það hvað hon-
um ber að gera; það er útilokað að skera úr um það fyrirfram
með skynsamlegum rökum. Og það er ekki einungis að þetta sé
ekki hægt að mati Sartres, heldur er það skilyrði þess að hægt
sé að tala um raunverulega siðferðilega ákvörðun að hún eigi
sér enga aðra réttlætingu en þá að hún sé valin í nafni frelsisins.
Engu að síður er Sartre mikið í mun að bera af sér ásakanir
um sjálfdæmishyggju. í því skyni ber hann fram tvenns konar
rök. Fyrri rökin byggja á samanburði á því sem hann kallar
„sköpunaraðstæður“ lista og siðferðis: „Bæði í listinni og sið-
ferðinu eiga sér stað sköpun og uppfinning. Við getum ekki
ákvarðað fyrirfram það sem á að gera.“7 Líkt og listamaður
skapar ákveðið listaverk án þess að það sé fyrirfram skilgreint,
þannig skapar hver einstaklingur ákveðið siðgæði, þar sem
gildin ráðast af verkunum sjálfum. Þetta er athyglisverð líking
sem dregur vel fram siðferðishugsun Sartres og þær takmark-
anir sem hún er háð. Það er því ómaksins vert að líta nánar á
þessa samlíkingu.
Aristóteles gerði sér mikinn mat úr samlíkingu lista og
siðferðislífs. Til dæmis benti hann á að í þessum efnum nægði
ekki að þekkja almennar reglur, heldur yrði líka að koma til
næmi eða tilfinning fyrir aðstæðunum. Það er við beitingu
almennrar þekkingar í tilteknum aðstæðum sem reynir á hinn
skapandi þátt: að hafa auga fyrir því nákvæmlega hvað er rétt
að gera hverju sinni. Það er því út af fyrir sig rétt að segja að
ekki sé hægt að ákvarða það fyrirfram í listum og siðferði hvað
á að gera; siðferðilegur vandi felst einmitt í því að rata „hinn
gullna meðalveg“ við sífellt nýjar og ólíkar aðstæður. En þrátt
fyrir það að ákvörðun sé í þessum skilningi óhjákvæmilegur
þáttur siðferðilegs lífs, þá er ekki þar með sagt að siðferðið
sjálft velti á einstökum ákvörðunum manna, eins og Sartre
heldur fram.
Það er rétt að geta þess að þegar Aristóteles bendir á hlið-
stæðu lista og siðferðis þá á hann við „hagnýtar“ listir eins og
6 Sartre, samarit, bls. 30.
7 Samarit, bls. 25-26.
56