Hugur - 01.01.1988, Page 60
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIÐ
HUGUR
stöddum“. Þess eru vitaskuld fjölmörg dæmi að boð og bönn
hafa myndast um fyrirbæri sem hefðin, studd af valdboði og
fáfræði, hefur fest í sessi og eiga sér engar rætur í raunveru-
legum mannlegum verðmætum. Þegar svo er standa þau mann-
legum þroska fyrir þrifum og því ber að hafna þeim. Hið sér-
kennilega við tilvistarsiðfræði Sartres er að hann sér vel hin
óréttmætu hefðbundnu bönn en virðist ekki koma auga á þau
bönn sem standa vörð um raunveruleg verðmæti og reglu-
siðfræðin leggur áherslu á. Það er varla heldur nema von þar
sem Sartre hafnar því að verðmæti hafi sjálfstætt gildi gagnvart
vali mannsins. Samt sem áður heldur hann fram siðaboðum,
gerir kröfur um heilindi og samkvæmni. En samkvæmnin hef-
ur ekkert siðferðisgildi fremur en bönnin nema hún helgist af
raunverulegum siðferðilegum verðmætum. Þannig gæti morð-
ingi, til dæmis, verið fyllilega samkvæmur sjálfum sér þótt at-
hafnir hans hafi ekkert siðferðisgildi. Ein og útaf fyrir sig hef-
ur samkvæmnin fagurfræðilegt fremur en siðfræðilegt gildi.
Tilvistarsinnar virðast oft missa sjónar á þessu mikilvæga
atriði.
í ljósi þessa kann það að þykja undarlegt að ég skuli fallast á
þá hliðstæðu sem Sartre finnur á milli listar og siðferðis; væri
ekki nær að benda á hvar skilur á milli þessa tvenns, t.d. í þeim
tilgangi að sýna fram á að auðveldara sé að komast að skynsam-
legum, rökstuddum niðurstöðum í siðfræði en í myndlist. Hér
getur Sartre reyndar sjálfur komið til hjálpar, því að í seinni
rökum sínum gegn ásökuninni um sjálfdæmishyggju setur hann
fram ákveðna siðferðilega kröfu af ætt Kants: „En í rauninni á
maður alltaf að spyrja sig, hvað myndi gerast ef allir höguðu
sér eins og maður sjálfur?“10 Það blasir við að krafa af þessu
tagi er alls óviðeigandi í málaralist, þótt hún virðist sjálfsögð í
siðfræði. Því fer þó fjarri að hún sé eðlileg niðurstaða siðfræði
Sartres. Henni er varpað þar inn á sjónarsviðið án nokkurrar
réttlætingar apnarrar en þeirrar sem einstaklingurinn ákvarðar
með eigin vali. I vali sínu má einstaklingurinn ekki skírskota til
neins nema frjálsrar ábyrgðar sjálfs sín; hann verður að standa
10 Sartre, samarít, bls. 8. Immanuel Kant, Grundlegung zur Metaphysik
derSitten, (Riga 1785).
58