Hugur - 01.01.1988, Síða 60

Hugur - 01.01.1988, Síða 60
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIÐ HUGUR stöddum“. Þess eru vitaskuld fjölmörg dæmi að boð og bönn hafa myndast um fyrirbæri sem hefðin, studd af valdboði og fáfræði, hefur fest í sessi og eiga sér engar rætur í raunveru- legum mannlegum verðmætum. Þegar svo er standa þau mann- legum þroska fyrir þrifum og því ber að hafna þeim. Hið sér- kennilega við tilvistarsiðfræði Sartres er að hann sér vel hin óréttmætu hefðbundnu bönn en virðist ekki koma auga á þau bönn sem standa vörð um raunveruleg verðmæti og reglu- siðfræðin leggur áherslu á. Það er varla heldur nema von þar sem Sartre hafnar því að verðmæti hafi sjálfstætt gildi gagnvart vali mannsins. Samt sem áður heldur hann fram siðaboðum, gerir kröfur um heilindi og samkvæmni. En samkvæmnin hef- ur ekkert siðferðisgildi fremur en bönnin nema hún helgist af raunverulegum siðferðilegum verðmætum. Þannig gæti morð- ingi, til dæmis, verið fyllilega samkvæmur sjálfum sér þótt at- hafnir hans hafi ekkert siðferðisgildi. Ein og útaf fyrir sig hef- ur samkvæmnin fagurfræðilegt fremur en siðfræðilegt gildi. Tilvistarsinnar virðast oft missa sjónar á þessu mikilvæga atriði. í ljósi þessa kann það að þykja undarlegt að ég skuli fallast á þá hliðstæðu sem Sartre finnur á milli listar og siðferðis; væri ekki nær að benda á hvar skilur á milli þessa tvenns, t.d. í þeim tilgangi að sýna fram á að auðveldara sé að komast að skynsam- legum, rökstuddum niðurstöðum í siðfræði en í myndlist. Hér getur Sartre reyndar sjálfur komið til hjálpar, því að í seinni rökum sínum gegn ásökuninni um sjálfdæmishyggju setur hann fram ákveðna siðferðilega kröfu af ætt Kants: „En í rauninni á maður alltaf að spyrja sig, hvað myndi gerast ef allir höguðu sér eins og maður sjálfur?“10 Það blasir við að krafa af þessu tagi er alls óviðeigandi í málaralist, þótt hún virðist sjálfsögð í siðfræði. Því fer þó fjarri að hún sé eðlileg niðurstaða siðfræði Sartres. Henni er varpað þar inn á sjónarsviðið án nokkurrar réttlætingar apnarrar en þeirrar sem einstaklingurinn ákvarðar með eigin vali. I vali sínu má einstaklingurinn ekki skírskota til neins nema frjálsrar ábyrgðar sjálfs sín; hann verður að standa 10 Sartre, samarít, bls. 8. Immanuel Kant, Grundlegung zur Metaphysik derSitten, (Riga 1785). 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.