Hugur - 01.01.1988, Page 62
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIÐ
HUGUR
sem sífellt hljómar í Pétri Gaut, „vertu sjálfum þér sam-
kvæmur“, yfir á stefnuna, að breyta heiminum. Sartre sann-
færðist æ meir um það að hin siðferðilega krafa um að vera
sannur maður væri eins konar tímaskekkja í þessum heimi eins
og hann er; fyrsta verkefnið væri að skapa félagsleg skilyrði
þess að fólk almennt gæti lifað mannsæmandi lífí.12 Sem marx-
isti gæti Sartre tekið undir þá kröfu sem Dostojefskí lagði í
munn múgsins í Karamazovbræðrum: „Gefðu okkur fyrst
brauð og heimtaðu svo af okkur dygðugt lífemi.“13
Þessi hugmynd gengur í gegnum skrif margra höfunda sem
kenna sig við marxisma og hafa tjáð sig um siðfræðileg efni.14
Megininntak hennar er að þar sem sagan sé saga stéttabaráttu þá
megi í aðalatriðum greina tvenns konar siðferði sem endur-
spegli þau átök. Annars vegar borgaralegt siðferði sem sé liður
í skoðanakerfi ríkjandi stéttar og miðist við að viðhalda
óbreyttu ástandi og réttlæta það. Hins vegar séu siðferðishug-
myndir þeirra sem rísa upp gegn þessu ástandi ofbeldis og kúg-
unar í nafni hugsjónar um framtíð frelsis og bræðralags. Líkt
og siðfræði tilvistarstefnunnar má þessi hugmynd ekki byggja á
siðfræðilögmálum eða hefðbundnum viðmiðunum um siðlega
breytni. Það er bæði vegna þess að samkvæmt þessu viðhorfi er
meginvandinn alls ekki siðferðilegs eðlis og vegna þess að ríkj-
andi siðferði þjónar hagsmunum ráðandi stétta og tryggir stöðu
þeirra í þjóðfélaginu.
Samkvæmt þessu sjónarmiði á borgaralegt siðferði því mik-
inn þátt í þeirri firringu mannsins frá möguleikum sínum sem
12 Sbr. orð Sartres (í enskri þýðingu): „It is necessary first for all men to
be able to become men through improving the conditions of their
existence if they are going to be able to formulate a universal ethics.
[...] What matters first is the liberation of man.“ Hazel E. Bames, An
ExistentialistEíhics (The University of Chicago Press: Chicago, 1978),
bls. 30.
13 Fjodor Dostojefskí, „Kristur í Sevillu," Þorsteinn Gíslason þýddi,
Sögur fráýmsum löndum (Reykjavík, 1932), bls. 103.
14 Sjá t.d. Herbert Marcuse, „Freedom and the Historical Imperative,“
Studiesin CriticalPhilosophy (Beacon Press: Boston, 1973), bls. 209-
223, og Maurice Merleau-Ponty, Humanism and Terror (Beacon Press:
Boston, 1969), sérstaklega bls. 101-148. Sjá einnig Steven Lukes,
Marxism andMorality (Oxford University Press: Oxford, 1987).
60