Hugur - 01.01.1988, Page 63

Hugur - 01.01.1988, Page 63
HUGUR VILHJÁLMUR ÁRNASON einkennir auðvaldsþjóðfélög. Marxistar eru því eins og existensíalistar tortryggnir á alla reglusiðfræði sem heldur fram grundvallarréttindum allra manna til lífs, frelsis og eigna. Þeir benda á hversu auðveldlega slík formleg réttindi sam- rýmist firringu og arðráni auðvaldsskipulagsins og standi raun- ar vörð um það. Að þeirra mati verður því fremur að einbeita sér að því að skapa öllum efnisleg skilyrði til þess að lifa skap- andi lífi. En gagnstætt siðfræði tilvistarstefnunnar er hér geng- ið útfrá því að hægt sé að finna hlutlæg, skynsamleg viðmið sem „siðfræði byltingarinnar" getur haft að leiðarljósi. Þannig skrifar t.d. Herbert Marcuse: Siðfræði byltingarinnar felur þannig í sér átök tvenns konar sögu- legs réttar. Annars vegar, réttur þess sem er, hins ríkjandi skipulags, en undir því er líf og jafnvel einnig hamingja einstaklinganna komin. Hins vegar er um að ræða rétt þess sem gæti orðið og ætti etv. að verða, þar eð með því væri unnt að draga úr þjáningu, þrældómi og ranglæti. Þá verður jafnan að gera ráð fyrir því að hægt sé að sýna framá þennan valkost sem raunhæfan möguleika. Þar verður að koma til skynsamleg viðmiðun. í framhaldi af þessu getum við bætt því við, að slík viðmiðun verður að vera mælikvarði sögunnar. Hér er því um að ræða einskonar „sögulegan útreikning“. Möguleikar þjóðfélags framtíðarinnar yrðu reiknaðir út og bornir saman við möguleika núverandi þjóðfélags, þá með tilliti til mannlegra framfara, þ.e.a.s. tæknilegra og efnahagslegra framfara sem nýttar eru í þágu aukins frelsis og meiri hamingju einstaklinganna.15 Hugmyndin um þjóðfélag framtíðarinnar, sem er hið stefnumarkandi viðmið þessa viðhorfs, gengur útfrá tilteknum forsendum um möguleika mannsins sem í eðli sínu er frjáls, skapandi vera. Við núverandi ástand nær hann ekki að nýta þessa möguleika sína vegna þess að mannleg starfsemi er drepin í dróma félagslegs ranglætis og ómannlegrar vinnu. Framtíðar- þjóðfélagið er afturámóti sá vettvangur frelsis og jafnréttis þar sem möguleikar mannsins nýtast til fulls. Undir þessu sjónarhomi séð helst hugsun Marxs í hendur við þá hefð þroskasiðfræðinnar sem lítur á það sem markmið siðferðilegs lífs að möguleikar manneskjunnar geti orðið að 15 Marcuse, „Siðfræði og bylting," Arthúr Björgvin Bollason og Friðrik Haukur Hallsson þýddu, Tímarit Máls og menningar (34. árg., 2. hefti, 1973), bls. 127. 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.