Hugur - 01.01.1988, Page 71

Hugur - 01.01.1988, Page 71
HUGUR VILHJÁLMUR ÁRNASON stjómmálum. Slíkar samræður taka tíma og þann tíma höfum við ekki, eða réttara sagt gefum okkur oft ekki, í nútímaþjóð- félagi. Samræður krefjast þess líka að menn hugsi um sameig- inlega hagsmuni, sem verjanlegir eru með gildum rökum, en ekki um dulda eða skammtíma sérhagsmuni. Þegar hugað er að samfélagi okkar og hugsunarhætti kann þessi krafa jafnvel að virðast hlægilega óraunsæ. En það skiptir í sjálfu sér engu máli. Hún er einkum til viðmiðunar um það hvemig hægt sé að ráða málum réttlátlega til lykta og veitir þá jafnframt vísbendingu um það hvaða öfl standa í vegi fyrir því að þessi hugsjón nái fram að ganga. Það er mikilvægt að meta þessa siðferðilegu hugsjón and- spænis siðferðilegri hefð. Bæði tilvistarstefnan og marxisminn ráðast að ríkjandi siðferðishefð; tilvistarstefnan vegna þess að hún dragi úr siðferðilegu sjálfræði og marxisminn vegna þess að hún stuðli að viðhaldi ríkjandi þjóðskipulags. En þetta em hvort tveggja of einsýn viðhorf til hefðarinnar. í athöfnum sín- um stjómast einstaklingurinn meira og minna óafvitandi af hefðbundnum hegðunarreglum sem í eðli sínu em félagslegar og sögulegar. Hjá þessu verður einfaldlega ekki komist, þótt við gemm þá kröfu til siðferðilega þroskaðs manns að hann fylgi þessum reglum ekki í blindni heldur líti á sjálfan sig sem ábyrgan gerða sinna. í hefðbundnu siðferði búa þær gmnd- vallarreglur mannlegs siðgæðis „sem hverju samfélagi manna em nauðsynlegar, til þess að það fái staðizt, og hafa þess vegna fest djúpar rætur í samvizku hvers siðferðilega heilbrigðs manns,“ eins og Brynjólfur Bjamason hefur komist að orði.21 En í öllum samfélögum hafa líka fest rætur siðir og hugmyndir sem halda aftur af möguleikum mannsins, bæla hann og firra. Hefðbundið siðferði er því í senn forsenda alls siðferðislífs og vettvangur þeirra afla sem standa því fyrir þrifum. Það getur því hvorki talist skynsamlegt að leggja alla áherslu á að við- halda hefðinni á ógagnrýninn hátt, né að hafna henni alfarið í 21 Brynjólfur Bjarnason, sama stað. 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.