Hugur - 01.01.1988, Page 72
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIÐ
HUGUR
nafni frelsis og framfara. Samræðusiðfræðin hefur sér-
staklega látið sig þetta efni skipta.22
VII
Sé horft til sögu siðfræðinnar má segja að eina ljóslifandi
dæmið um heimspeking sem lagði stund á samræðusiðfræði sé
Sókrates. Sókrates gekk meðal samtíðarmanna sinna á götum
úti og þreytti við þá rökræður um siðferðileg efni. Samræðu-
formið hefur síðan lokast æ meir af innan akademískra veggja
þar sem í góðsemi vegur hver annan. Af síðari tíma heimspek-
ingum má helst nefna John Stuart Mill en í Frelsinu talar hann
oft fjálglega um gildi samræðna jafnt fyrir sannleiksleitina sem
þroska manna. „Frelsið getur ekki orðið almenn regla, fyrr en
mannkynið er þess umkomið að taka framförum fyrir frjálsar
og jafnar samræður,“ segir hann.23 Mill þóttist sjá það í sam-
tíma sínum að aðstæður til slíkra samræðna væru þegar til stað-
ar, enda virðist honum nægja það lágmarksskilyrði sem frelsis-
reglan setur, að samfélagið megi einungis hlutast til um málefni
einstaklingins í því skyni að vama því að öðmm sé unnið mein.
Bannfæring rökræðna kemur því ekki til greina í lýðræðisríki
sem byggir á frelsisreglunni.
í þessari hugsun Mills má segja að felist dæmigerð afstaða
reglusiðfræðings. Hann kveður einungis á um þá reglu sem
nauðsynleg er til þess að frjálsar samræður manna geti átt sér
stað en þær telur hann forsendu mannlegs þroska og félags-
legra framfara.24 Á undanfömum áratugum hefur þýski heim-
spekingurinn Jíirgen Habermas hins vegar verið að móta kenn-
22 Þessi umræða um hefðina var kjarninn í frægri ritdeilu þeirra Hans-
Georgs Gadamer og Jiirgens Habermas (,,Hermeneutikstreit“) á
sjöunda áratugnum. Eg geri mér mikinn mat úr þessu efni í doktors-
ritgerðinni, The Context of Morality and the Question ofEthics: From
Naive Existentialism to Suspicious Hermeneutics (Purdue University,
1982), sérstaklega 3. kafli.
23 John Stuart Mill, Frelsið, þýð. Jón Hneftll Aðalsteinsson og Þorsteinn
Gylfason (Hið íslenzka bókmenntafélag: Reykjavík, 1978), bls. 46.
24 Segja má að réttlætiskenning Johns Rawls, A Theory of Justice
(Oxford University Press: Oxford, 1972) setji fram þær grundvallar-
reglur sem skynsamlegt samþykk.i manna um skipan þjóðfélagsins
verður að hlíta.
70