Hugur - 01.01.1988, Side 75
HUGUR
VILHJÁLMUR ÁRNASON
það sem allir hlutaðeigandi geti komið sér saman um með skyn-
samlegum rökum að eigi að gilda sem almennt lögmál.25
Það má ekki skilja þessa hugmynd sem svo að samræðumar
skapi siðferðileg verðmæti og þau séu því ekki annað en sam-
komulagsatriði.26 Samræðan skapar ekki verðmæti fremur en
hún býr til dyggðir; hún eflir dyggðir og skerpir hugsun um
verðmæti. Þau verðmæti sem lögð em til grundvallar í mann-
lífinu, gildi eins og lífið sjálft, persónulegt sjálfræði, jöfnuður
og réttlæti, em þess eðlis að öll réttnefnd siðferðileg umfjöllun
hefur þau að leiðarljósi. En þótt hin almennu grunngildi séu
ljós er meginvandinn í reynd yfirleitt sá að gera upp á milli
verðmæta, túlka aðstæður í ljósi þeirra og varðveita þau í at-
höfnum.27 Þessi atriði skipta meginmáli í siðferðilegri um-
hugsun og ákjósanlegast er að hún eigi sér stað í formi frjálsra
og jafnra samræðna.
VIII
Samræðusiðfræði Habermas virðist uppfylla þá kröfu um
samfélagsgagnrýni sem skort hefur í hefðbundinni siðfræði
eins og marxistar benda réttilega á. Hún felur í sér hugsjón um
félagslegt réttlæti sem hægt er að heimfæra á svið stjómmála
og laga, jafnréttis- og kjarabaráttu, svo dæmi séu nefnd. En
þótt samræðusiðfræðin sem ég hef verið að segja frá eigi með
25 Þetta er eitt meginatriðið í gagnrýni Jurgens Habermas á hefðbundna
siðfræði og myndar jafnframt inntakið í hugmynd hans um „Universale
Sprachethik". Sjá t.d. Habermas, The Theory of Communicative
Acúon I (Beacon Press: Boston, 1984), „Moral Development and Ego
Identity,“ Communication and the Evolution ofSociety (Beacon Press:
Boston, 1979), bls. 69-94, og Thomas McCarthy, The Crítical Theory
ofJiirgen Habermas (The MIT Press: Cambridge, Mass., 1978), bls.
310-333. Einnig vil ég benda á B.A. ritgerð Guðsteins Bjarnasonar,
Samræður og gagnrýni, Nokkur atríði úr kenningum Jiirgens Haber-
mas. B.A. ritgerð nr. 328 í félagsfræði við Háskóla íslands, september
1986.
26 Þetta atriði er ekki alltaf nógu ljóst hjá Habermas en að mínu viti er
nauðsynlegt að samræðan byggi á hluthyggju um verðmæti.
27 Sjá athyglisverða umfjöllun um þetta atriði hjá Agnesi Heller, Radical
Philosophy (Basil Blackwell: Oxford, 1984). Sjá einnig grein mína
„Um gæði og siðgæði“, Samfélagstíðindi, 1985.
73