Hugur - 01.01.1988, Side 81

Hugur - 01.01.1988, Side 81
PÁLL S KÚLAS ON HUGMYND MÍN UM HEIMSPEKI 1. Ólík viðhorf til heimspeki Engin fræðigrein er eins margþætt og á sér jafn fjölskrúðuga sögu og heimspekin. Tilkoma hennar meðal Forngrikkja markar upphaf vísinda og fræðilegrar starfsemi, þeirrar skipu- legu þekkingarleitar sem átt hefur drýgstan þátt í mótun vest- rænnar menningar. Einn hefðbundinn skilningur á heimspeki er að hún sé endalaus leit þekkingar og skilnings á heiminum. Annar hefðbundinn skilningur er að hún sé heild eða kerfi allr- ar öruggrar þekkingar á veruleikanum, vísindi allra vísinda. Hinn þriðji hefðbundni skilningur á heimspeki er sá að hún sé fræðigrein um hinstu rök og ástæður hlutanna, hún sé altækust allra fræða því að hún fjalli um undirstöðuatriði í skilningi okkar á veruleikanum. Hjá Aristóteles, þeim fræðimanni sem lagði grunn að því kerfí vísinda og fræða sem við búum við enn nú á dögum, er að finna þennan þrenns konar skilning á heimspeki: 1) hún er sú viðleitni að leita þekkingar þekkingarinnar sjálfrar vegna; 2) hún er kerfi allra vísinda eða vísindi vísindanna; 3) hún er rannsókn á frumforsendum og ástæðum hlutanna. Þessi þríþætti skilningur á heimspeki lifir enn nú á dögum og endurspeglast í almennum viðhorfum fólks til heimspeki. Heimspeki er iðulega skoðuð sem ákveðin afstaða og viðleitni - frábrugðin þeim sem búa að baki trúarbrögðum og þeim sem einkenna stjómmálin og einnig þeim sem listimar bera vitni um. Afstaða heimspekinga er stundum talin bera vott um óraunsæi á vandamál og verkefni daglegs lífs. Samkvæmt al- mannarómi em þeir með hugann bundinn við fjariæga eða fjar- stæða hluti, stundum skýjaglópar eða draumóramenn, stundum óskaplegir orðhenglar sem þvæla fólki fram og aftur í umræðu sem enginn botn fæst í. Eina vopn þeirra gagnvart veru- leikanum er að taka því sem að höndum ber „með heimspeki- legri ró“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.