Hugur - 01.01.1988, Side 85
HUGUR
PÁLL SKÚLASON
3. Heimspekin og skoðanir heimspekinga
Þó að þessu sé þannig varið með notkun orðsins „heimspeki" í
daglegu tali, er ekki þar með sagt að heimspekin sem tiltekinn
hugsunarháttur - sem ákveðinn háttur á að leita skilnings og
skýringa - sé óskilgreinanleg með öllu. Heimspeki greinir sig
óneitanlega frá trúarbrögðum, stjómmálum, vísindum og list-
greinum á borð við ljóðlist, myndlist og tónlist.
Hvað einkennir heimspekina, gefur henni sérstöðu með
tilliti til allrar annarrar starfsemi manna? Til að leita svara við
því virðist eðlilegast að snúa sér til heimspekinganna sjálfra og
spyrja þá hvað sérkenni starfsemi þeirra og greini hana frá
annarri iðju manna. Og vissulega komum við ekki að tómum
kofanum hjá þeim. Það er leitun á heimspekingi sem ekki hefur
haft eitthvað mikilvægt að segja um heimspekina sjálfa. Em þá
ekki þrautir okkar á enda og ekki annað eftir en finna út
nákvæmlega hvað heimspekingamir sjálfir hafa að segja um
heimspekina, hvemig þeir svara spumingunni „hvað er heim-
speki?“
En nú fyrst vandast málið. Ef við lítum á það sem heim-
spekingamir hafa sjálfir að segja um heimspekina, hvað hún sé
eða hvað hún eigi að vera, þá rekumst við á hin sundurleitustu
sjónarmið og skoðanir. Heimspekingar fella oft hina hörðustu
dóma um fræði hvers annars og virðast oft gersamlega ósam-
mála um það hver séu mikilvægustu einkenni heimspekinnar,
hverjar aðferðir hennar séu, að hverju hún stefni og við hvað
hún fáist. Einn telur megineinkenni heimspekinnar vera gagn-
rýni á hleypidóma og alla fomeskju í trú og hugsun, annar telur
megineinkenni hennar vera greiningu hugtaka, hinn þriðji að
megineinkenni hennar sé að skýra merkingu lífsins.
Þessar þrjár skoðanir, sem hér eru nefndar sem dæmi um
ólík viðhorf heimspekinga, stangast þó í sjálfu sér ekki á, held-
ur geta mæta vel farið saman og átt við einu og sömu heim-
spekina sem er þetta allt í senn: gagnrýni á tiltekna hleypidóma,
greining tiltekinna hugtaka og viðleitni til að sjá einhverja
merkingu í lífinu. Það kann jafnvel að reynast erfitt að finna
heimspeki sem ekki ber þessi einkenni öll með einum eða öðr-
um hætti. Það em því ekki þessi einkenni út af fyrir sig sem eru
helstu ágreiningsefni heimspekinga, heldur eitthvað annað.
83