Hugur - 01.01.1988, Side 86
HUGMYND MÍN UM HEIMSPEKI
HUGUR
Hvað er það í raun sem greinir á milli heimspekinga, klýfur
heimspekina í ólíkar stefnur og skóla, veldur svo djúpstæðum
ágreiningi að menn draga jafnvel í efa að heimspekin eigi sér
nokkurt eðli? Nietzsche orðar þetta svo á einum stað: „Heim-
spekin á sér ekkert eðli: hún er ýmist vísindi eða list.“
Róttækar efsemdir af þessu tagi hafa fylgt heimspekinni frá
því snemma á öldum. Hvernig er unnt að skýra þær? Við
virðumst eiga völ tveggja kosta sem má lýsa í eftirfarandi
spumingum. Er það séreðli heimspekinnar að ala á efasemdum
um undirstöður sínar, aðferðir og markmið? Eða em þessar
efasemdir fremur til marks um það að heimspekin eigi sér
ekkert séreðli, hún sé ekki eitt, heldur margt, vísindi, list eða
trú eftir atvikum? Hvomgur þessara kosta er fýsilegur, því að í
báðum þeirra er horft fram hjá því sem mestu skiptir í sam-
bandi við ástundun heimspekinnar. Eftirfarandi er haft eftir
Nietzsche: „Heimspekingurinn fangaður í neti tungumálsins.“
Með hliðstæðum hætti má segja að heimspekingamir séu ævin-
lega fangar tiltekinnar umræðu- og bókmenntahefðar. Heim-
spekin sjálf er ekki annað en ákveðin tegund umræðu og heims-
pekiverkin ákveðin tegund bókmennta.
4. Heimspeki sem bókmennta- og
umræðuhefð: ágreiningurínn
Fram hjá þessu hafa menn löngum horft. Menn hafa miklað
fyrir sér inntak umræðunnar og innihald verkanna og um leið
vanmetið hina líkamlegu hlið heimspekinnar, ef svo má að orði
komast. Að leggja stund á heimspeki er að taka þátt í ákveðinni
umræðu, tileinka sér ákveðinn orðaforða og tjáningarmáta; og
þessi umræða, sem heimspekineminn gerist aðili að, er borin
uppi af ákveðnum bókmenntum, ritum og ritgerðum sem hafa
sinn ákveðna stíl, ákveðna hátt á að greina frá hugsunum og
setja þær fram. Eitt mikilvægasta einkenni þeirrar löngu og
margbrotnu umræðu- og bókmenntahefðar sem býr heim-
spekinni að baka er einmitt ágreiningurinn.
Ágreiningurinn, sem klýfur heimspekina í ólíkar stefnur og
skóla, snýst ekki aðeins um skýrar hugmyndir, skoðanir og
rök, heldur einnig og ekki síður um tjáningarmáta, stíl,
84