Hugur - 01.01.1988, Page 86

Hugur - 01.01.1988, Page 86
HUGMYND MÍN UM HEIMSPEKI HUGUR Hvað er það í raun sem greinir á milli heimspekinga, klýfur heimspekina í ólíkar stefnur og skóla, veldur svo djúpstæðum ágreiningi að menn draga jafnvel í efa að heimspekin eigi sér nokkurt eðli? Nietzsche orðar þetta svo á einum stað: „Heim- spekin á sér ekkert eðli: hún er ýmist vísindi eða list.“ Róttækar efsemdir af þessu tagi hafa fylgt heimspekinni frá því snemma á öldum. Hvernig er unnt að skýra þær? Við virðumst eiga völ tveggja kosta sem má lýsa í eftirfarandi spumingum. Er það séreðli heimspekinnar að ala á efasemdum um undirstöður sínar, aðferðir og markmið? Eða em þessar efasemdir fremur til marks um það að heimspekin eigi sér ekkert séreðli, hún sé ekki eitt, heldur margt, vísindi, list eða trú eftir atvikum? Hvomgur þessara kosta er fýsilegur, því að í báðum þeirra er horft fram hjá því sem mestu skiptir í sam- bandi við ástundun heimspekinnar. Eftirfarandi er haft eftir Nietzsche: „Heimspekingurinn fangaður í neti tungumálsins.“ Með hliðstæðum hætti má segja að heimspekingamir séu ævin- lega fangar tiltekinnar umræðu- og bókmenntahefðar. Heim- spekin sjálf er ekki annað en ákveðin tegund umræðu og heims- pekiverkin ákveðin tegund bókmennta. 4. Heimspeki sem bókmennta- og umræðuhefð: ágreiningurínn Fram hjá þessu hafa menn löngum horft. Menn hafa miklað fyrir sér inntak umræðunnar og innihald verkanna og um leið vanmetið hina líkamlegu hlið heimspekinnar, ef svo má að orði komast. Að leggja stund á heimspeki er að taka þátt í ákveðinni umræðu, tileinka sér ákveðinn orðaforða og tjáningarmáta; og þessi umræða, sem heimspekineminn gerist aðili að, er borin uppi af ákveðnum bókmenntum, ritum og ritgerðum sem hafa sinn ákveðna stíl, ákveðna hátt á að greina frá hugsunum og setja þær fram. Eitt mikilvægasta einkenni þeirrar löngu og margbrotnu umræðu- og bókmenntahefðar sem býr heim- spekinni að baka er einmitt ágreiningurinn. Ágreiningurinn, sem klýfur heimspekina í ólíkar stefnur og skóla, snýst ekki aðeins um skýrar hugmyndir, skoðanir og rök, heldur einnig og ekki síður um tjáningarmáta, stíl, 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.