Hugur - 01.01.1988, Síða 87

Hugur - 01.01.1988, Síða 87
HUGUR PÁLL SKÚLASON hugsunarhátt og að endingu um heimspekina sjálfa, þá hugsun sem sífellt gerir ágreining. Heimspekingar gagnrýna stundum harkalega þá heimspeki, sem þeir hafa verið aldir upp við, og þá ekki aðeins einstök atriði, heldur grundvallaratriði í þeim hugsunarhætti og tjáningarmáta sem einkenna viðkomandi heimspeki. Þessi gagnrýni er stundum öfgafull og beinist ekki að tiltekinni heimspeki, heldur gegn allri fyrri tíma heimspeki og því haldið fram að hún hafi öll verið reist á sandi ellegar lent útí slíkum ófærum að annað hvort sé að endurreisa hana á nýjum grunni eða segja skilið við hana. En þá er jafnframt algengt að hinir róttæku heimspekingar finni hjá einhverjum heimspekingi eða hugsuði fyrri tíma vísi að þeirri endurreisn, sem þeir telja þörf, eða þá leið til að brjótast út úr viðjum heimspekihefðanna. Ef litið er á heimspekina eingöngu sem safn kenninga um heiminn, fræði um frumforsendur, eðli þekkingar o.s.frv., þá virðist þessi djúpstæði ágreiningur heimspekinga og marg- víslegar deilur þeirra um heimspekina sjálfa ekki til marks um annað en undirstöðuleysi þeirra fræða sem við heimspeki eru kennd. Ef á hinn bóginn er tekið tillit til þeirrar staðreyndar að heimspekin er margbrotin umræðu- og bókmenntahefð, þá blasir við að ágreiningurinn er sjálf lífæð heimspekilegra fræða (þó að stundum sé hann vissulega ekki merki um annað en ófrjóa stöðnun). Þetta verður ef til vill ljósari með einfaldri samlíkingu. Heimspekileg umræða hefur frá fyrstu tíð verið fólgin í því að gera greinarmun á ólíkum skoðunum, hugmyndum og rökum - með hliðstæðum hætti og málaralist gerir greinarmun á ólíkum litum og formum. Með svipuðum hætti og málaralistin ein- kennist af viðleitni til að brjóta upp hefðbundin form og lita- samstæður og móta nýtt samspil lita og forma, einkennist heim- spekin af viðleitni til að leysa upp viðtekin hugmynda-, skoð- ana- eða rökkerfi og móta nýtt samspil hugmynda, skoðana og raka. Á hinn bóginn greinir það heimspekilega umræðulist frá listgreinum á borð við málaralist, að markmiðið er í sjálfu sér ekki aðeins verkin sem sýna samspil hugmynda, skoðana eða raka, markmiðið er fremur að ná fram einingu í hugsunum manna um heiminn eða að fá nýja sýn á heiminn. Hin einstöku verk heimspekinganna eru þannig áfangar að því marki að ná 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.