Hugur - 01.01.1988, Page 92
HEIMSPEKI OG FORNMENNTIR Á ÍSLANDI Á 17. ÖLD
HUGUR
milli evrópskra latínumennta og norrænnar menningar, og
jafnframt að vekja samtímamenn sína á íslandi til vitundar um
fomíslenska menningu og gildi hennar. Hér á eftir verður
reynt að gera stutta grein fyrir þessum þáttum í starfi Brynjólfs
og samspili þeirra.
Ritstörf og menntun
Rit Brynjólfs eru aðeins varðveitt að hluta. Þau em einkum af
þrennum toga og flest samin á latínu.
í fyrsta lagi skýringarrit. Þar skal fyrst telja skýringamar
yfir Rökræðulist franska rökfræðingsins Pierre de la Ramée
(1515-72) eða Ramusar eins og hann nefndist á latínu,
Commentationum Dialecticarum P. Rami Libri II, samið í
Skálholti 1640-43 að því er ráða má af ártölum í handritinu.
Rökræðulist Ramusar varð útbreidd í löndum mótmælenda og
stóð um hana nokkur styrr, enda var Ramus ákafur andstæð-
ingur aristótelískrar skólaspeki og vildi setja í hennar stað það
sem hann taldi hina uppmnalegu platónsku rökræðulist, listina
að beita skynseminni vel. Skýringarrit Brynjólfs var skrifað
upp eftir fyrirlestmm sem hann hélt í Skálholtsskóla. Enn-
fremur em til tvö skýringarrit eða „Conjectanea“ við Dana-
sögu Saxo. Annað er það sem danski sagnaritarinn Stephanius
nefndi Notæ et Observata og innlimaði í skýringar sínar við
Saxo-útgáfu sína 1645. Hitt er það sem Brynjólfur kallaði Peri-
cula in Saxonem, en af því em aðeins inngangur og tveir kaflar
varðveittir, þó að vitað sé að hann lauk að minnsta kosti við
þrjá.
I öðru lagi ritgerðir. Þær em oft álitsgerðir eða svör við
spumingum sem Brynjólfi vom sendar, annað hvort frá fræði-
mönnum í Kaupmannahöfn eða frá íslenskum embættismönn-
um og prestum. Fyrir fræðimenn eins og Ole Worm eða Otte
Krag - en honum sendi Brynjólfur rit sitt Historica de rebus
islandicis narratio árið 1647 - em álitsgerðimar oftast nær um
ísland, íslenskar bókmenntir, sögu eða landafræði og skrifar
Brynjólfur um þessi efni á latínu. En álitsgerðir sem skrifaðar
em fyrir íslenska menn em skrifaðar á íslensku og fjalla mest
um atriði sem tengdust dómsmálum. Hin kunnasta þeirra er
ritgerð um meðgöngutíma kvenna.
90