Hugur - 01.01.1988, Side 93
HUGUR
GUNNAR HARÐARSON
í þriðja lagi er varðveittur nokkur latínukveðskapur eftir
Brynjólf, þar á meðal Maríkvæði og Krosskvæði, Carmen de
cruce, sem hann tileinkaði séra Páli Bjömssyni í Selárdal.
Þessi em sem sé varðveitt rit Brynjólfs. En auk þeirra ber
hér að nefna þýðingar þær sem hann byrjaði á eða lét gera. Þar
má telja þýðingu á Nýja testamentinu úr grísku, sem hann hætti
við vegna þess að hún fékkst ekki prentuð og þýðingar á fom-
sögum fyrir Stephanius og Worm. Hér má einnig nefna hand-
ritasöfnun hans og afritun handrita sem oft em geysinákvæmar
og em engar ýkjur að segja að þar hafi hann verið langt á und-
an sínum tíma. Frægasti skrifari Brynjólfs var Jón Erlendsson
bóndi og prestur í Villingaholti, sem skrifaði meðal annars upp
íslendingabók fyrir Brynjólf. Einnig er vitað að hann byrjaði
um 1656 að safna íslenskum málsháttum í anda málsháttasafns
Erasmusar frá Rotterdam að undirlagi Henriks Bjelke en ekk-
ert varð úr því heldur. Hann hafði að vísu gert eitthvað í þessa
áttina í Notæ et Observata þar sem hann bar málshætti hjá Saxo
saman við íslenska málshætti. En ekki má gleyma veigamikilli
heimild um vitneskju vora um hugðarefni Brynjólfs, skránni
yfir grískar og latneskar bækur hans. Þar má lesa 266 bóka-
titla. Aðeins fáar þessara bóka em enn varðveittar, en skráin
gefur traust yfirlit yfir áhugamál hans, þó að vitaskuld séu ekki
nefndar þar allar bækur sem hann átti. Meðal þeirra bóka sem
hann átti var Disquisitio metaphysica eftir Pierre Gassendi sem
hefur að geyma gagnrýni á heimspeki Descartes.
í upphafi ferils síns hefur Brynjólfur fyrst og fremst hneigst
til grískra og rómverskra fomfræða og hann hefur haft stað-
góða þekkingu í grísku og heimspeki. Hann sigldi til Kaup-
mannahafnar árið 1624 og lagði þar stund á guðfræði og heim-
speki en lfka læknisfræði og stjörnufræði auk grísku og
hebresku; Árið 1629, þegar hann hafði lokið námi, hvarf hann
aftur til íslands, reyndi árangurslaust að fá stöðu við latínu-
skólann á Hólum og í Skálholti, ennfremur var biskupsstaða
laus en ekki féll hún heldur í hans hlut. Þess í stað settist hann
að heima í önundarfirði hjá foreldrum sínum og las grísku upp
á eigin spýtur. En þar sem enga stöðu var að fá afréð hann að
sigla aftur til Hafnar 1631 og halda áfram námi. Það mun hafa
verið einn kennari hans, H.P. Resen sem jafnframt var biskup
91