Hugur - 01.01.1988, Síða 95
HUGUR
GUNNAR HARÐARSON
hvorn hluta Rökræðulistarinnar. í skýringarritinu leggur
Brynjólfur áherslu á einingu hugtakanna í andstæðum sínum og
reynir hann að draga fram og skýra ýmsar þær platónsku for-
sendur sem rökræðulist Ramusar byggist á. Meginhugmynd
Ramusar er sú að hlutverk rökræðulistarinnar sé að laða fram
hinn náttúrlega hæfileika mannsins til þess að beita skynsem-
inni og þjálfa hann í því að gera það vel. Skýringarrit Brynjólfs
dregur dám af skýringarritum endurreisnartímabilsins, þar eð
Brynjólfur ber eigin sjónarmið saman við skoðanir annarra og
gefur oft fjölda tilvitnana úr mörgum heimildum til þess að
sanna mál sitt eða hrekja skoðanir hinnar aristótelísku skóla-
speki. Framsetning hans á rökræðulistinni byggir því á kenni-
valdi engu síður en rökhugsun.
Þó að Brynjólfur hafi innleitt Rökræðulist Ramusar í Skál-
holt um 1640, var heimspeki Ramusar í sjálfu sér ekkert ný-
mæli meðal íslendinga. Að minnsta kosti tveir lærðustu menn
þjóðarinnar höfðu kynnst henni á námsárum sínum í Kaup-
mannahöfn upp úr 1580. Það voru Oddur biskup Einarsson
(eða Otto Einarus eins og hann nefndist þar) og Amgrímur
Jónsson lærði. Heimildin fyrir áhuga Odds á heimspeki Ramus-
ar er frásögn Jóns Thorchillius í Ki0benhavnske Nye Tidende
om lærde og curieuse Sager árið 1792 þar sem hann segir Odd
hafa lagt sig eftir heimspeki, „ramistica imprimis“, og stjömu-
fræði, en Oddur var nemandi Tycho Brahe. Thorchillius nefn-
ir að vísu ekki heimspeki Ramusar í riti sínu Specimen Islandiæ
non barbaræ en það kemur vel heim og saman við tíma og stað
að Oddur hafi hneigst til ramískrar heimspeki, þó að ekki sé
víst að það hafi verið í jafnmiklum mæli og Brynjólfur. Um
Amgrím er það að segja að hann nefnir sjálfur Ramus á nafn
oft í ritum sínum og segir um hann að hann sé „in omnium
literarum genere scriptor exquisitus“ (hinn ágætasti höfundur í
öllum bóklegum menntum). Auk þess studdist Amgrímur við
rit Ramusar þegar hann samdi latneska málfræði sína,
Grammatica, sem hann gaf út á Hólum árið 1616, en þar reyndi
hann að laga málfræði Ramusar að málfræði Melanchtons. Því
má telja að heimspeki Ramusar hafi verið þekkt á íslandi í
byrjun 17. aldar, bæði í Skálholti og á Hólum, um svipað leyti
og vegur hennar reis hvað hæst í Danaveldi. En nokkru eftir
93