Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 96
HEIMSPEKI OG FORNMENNTIR Á ÍSLANDI Á 17. ÖLD
HUGUR
aldamótin 1600 féll heimspeki Ramusar í ónáð í Danmörku,
var spyrt saman við kalvínskar trúarskoðanir, brotin á bak
aftur í baráttu lúterskra réttrúnaðarguðfræðinga gegn kalvín-
ískum tilhneigingum, og við tók einhvers konar aristótelísk
skólaspeki.
Nú ber heimildum saman um að Brynjólfur hafi framan af
verið hallur undir heimspeki Aristótelesar. Torfi Jónsson segir
að Brynjólfur hafi á æskuárunum kynnst heimspeki Aristó-
telesar við að lesa rökfræði Crells, sem hafi að vísu ekki verið
notuð í skólakennslu í Skálholti. Fleira er til marks um að hann
hafi verið vel heima í Aristótelesi, bæði sagan af fundi hans og
Grikkjans í Kaupmannahöfn, þar sem minnst er á þekkingu
hans á Aristótelesi, og skráin yfir bókasafn hans en þar sést að
hann hefur átt tvær útgáfur af heildarverkum Aristótelesar á
grísku. Þetta kemur líka heim og saman við upplýsingar Finns
Jónssonar í Historía Ecclesiastica um rökfræðikennsluna í Skál-
holti. Samkvæmt því var notuð Rökræðulist Melanktóns þar til
Brynjólfur kom til skjalanna. Auk þess virðast kennarar Brynj-
ólfs í Kaupmannahöfn hafa verið fylgismenn aristótelískrar
heimspeki, og einkakennarar hans, Bartholin og Brochmann,
eru langt frá því að vera þekktir að áköfum stuðningi við mál-
stað ramískrar heimspeki. í skýringarriti sínu kemur Brynj-
ólfur samt fram sem baráttuglaður fylgismaður Ramusar og
minnir tónninn í skrifum hans oft á vamarrit danska heim-
spekingsins Andrésar Krags fyrir Ramus frá ámnum upp úr
1580. Hvenær og hvers vegna varð Brynjólfur þá sá ákafi
málsverjandi Ramusar sem skýringarritið ber vitni um? Torfi
Jónsson segir að þegar Brynjólfur byrjaði fyrirlestra sína um
Rökræðulist Ramusar hefði hann „þá fyrir nokkm frá sér lagt
aristotelicam philosophiam et methodum“. Ekki er gott að átta
sig á því hvemig eigi að skilja þetta. Jón Halldórsson gerir að
umtalsefni rökræðu þar sem Brynjólfur á að hafa att kappi við
Brochmann á árunum 1631-32 og þar á hann að hafa beitt
„dispútatíuaðferð Petri Rami“. Gallinn er bara sá að ekki er til
nein sérstök ramísk „dispútatíuaðferð“, en þó kynni að vera að
orðið dispútatía sé hér lagt að jöfnu við rökræðulist. En hugs-
anlegt er að áhugi Brynjólfs á heimspeki Ramusar, eða a.m.k. á
rökræðulist í anda fommenntastefnunnar, hafi vaknað um þetta
94