Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 96

Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 96
HEIMSPEKI OG FORNMENNTIR Á ÍSLANDI Á 17. ÖLD HUGUR aldamótin 1600 féll heimspeki Ramusar í ónáð í Danmörku, var spyrt saman við kalvínskar trúarskoðanir, brotin á bak aftur í baráttu lúterskra réttrúnaðarguðfræðinga gegn kalvín- ískum tilhneigingum, og við tók einhvers konar aristótelísk skólaspeki. Nú ber heimildum saman um að Brynjólfur hafi framan af verið hallur undir heimspeki Aristótelesar. Torfi Jónsson segir að Brynjólfur hafi á æskuárunum kynnst heimspeki Aristó- telesar við að lesa rökfræði Crells, sem hafi að vísu ekki verið notuð í skólakennslu í Skálholti. Fleira er til marks um að hann hafi verið vel heima í Aristótelesi, bæði sagan af fundi hans og Grikkjans í Kaupmannahöfn, þar sem minnst er á þekkingu hans á Aristótelesi, og skráin yfir bókasafn hans en þar sést að hann hefur átt tvær útgáfur af heildarverkum Aristótelesar á grísku. Þetta kemur líka heim og saman við upplýsingar Finns Jónssonar í Historía Ecclesiastica um rökfræðikennsluna í Skál- holti. Samkvæmt því var notuð Rökræðulist Melanktóns þar til Brynjólfur kom til skjalanna. Auk þess virðast kennarar Brynj- ólfs í Kaupmannahöfn hafa verið fylgismenn aristótelískrar heimspeki, og einkakennarar hans, Bartholin og Brochmann, eru langt frá því að vera þekktir að áköfum stuðningi við mál- stað ramískrar heimspeki. í skýringarriti sínu kemur Brynj- ólfur samt fram sem baráttuglaður fylgismaður Ramusar og minnir tónninn í skrifum hans oft á vamarrit danska heim- spekingsins Andrésar Krags fyrir Ramus frá ámnum upp úr 1580. Hvenær og hvers vegna varð Brynjólfur þá sá ákafi málsverjandi Ramusar sem skýringarritið ber vitni um? Torfi Jónsson segir að þegar Brynjólfur byrjaði fyrirlestra sína um Rökræðulist Ramusar hefði hann „þá fyrir nokkm frá sér lagt aristotelicam philosophiam et methodum“. Ekki er gott að átta sig á því hvemig eigi að skilja þetta. Jón Halldórsson gerir að umtalsefni rökræðu þar sem Brynjólfur á að hafa att kappi við Brochmann á árunum 1631-32 og þar á hann að hafa beitt „dispútatíuaðferð Petri Rami“. Gallinn er bara sá að ekki er til nein sérstök ramísk „dispútatíuaðferð“, en þó kynni að vera að orðið dispútatía sé hér lagt að jöfnu við rökræðulist. En hugs- anlegt er að áhugi Brynjólfs á heimspeki Ramusar, eða a.m.k. á rökræðulist í anda fommenntastefnunnar, hafi vaknað um þetta 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.