Hugur - 01.01.1988, Side 97
HUGUR
GUNNAR HARÐARSON
leyti. Því til stuðnings má benda á eintak hans af Rökræðulist
Rudolfs Agricola sem er varðveitt í Konungsbókhlöðu í Kaup-
mannahöfn, þar sem Sten Ebbesen gróf það upp. Þessa bók
hefur Brynjólfur eignast 1630, þ.e.a.s. þegar hann sat heima í
önundarfirði og las grísku. Aðrar bækur sem bera fangamark
hans, LL (Lupus Loricatus = Brynjólfur) og er að finna í Kon-
ungsbókhlöðu eru Philosophia naturalis (Náttúruspeki) sem
hann hefur eignast í Kaupmannahöfn 1632, bók með verki eftir
Platón, líka í Kaupmannahöfn 1632 og Pindar í Hróaskeldu
1633. (Ennfremur em þar Schedismata variorum bundin sam-
an við Dichaerardi Geographia 1635 og Photius á grísku 1638.
Eintak hans af Adagia (Málsháttasafni) Erasmusar er varðveitt
í Landsbókasafni Islands). Fyrmefndu bækumar kynnu eink-
um að vera vísbending um áhuga á platónskri heimspeki.
Löngu síðar, í bréfi til Vilhelm Lange árið 1656, kemur Brynj-
ólfur fram sem platónisti, vitnar í Ríkið eftir Platón og ber
Friðrik konung saman við heimspekikonunginn. En hvað sem
þessum vangaveltum líður, hlýtur grundvöllurinn að skýr-
ingarritinu yfir Ramus að hafa verið lagður í Danmörku, því
að Brynjólfur vitnar þar í fleiri höfunda en getið er um í
bókaskrá hans og notar auk þess rit sem hann kvartar yfir að
eiga ekki í bréfi til Worm 1648 (skýringarritið er skrifað
1640-43). Þetta verður að túlka þannig að hann hafi að ein-
hverju leyti skrifað skýringar sínar upp úr minnispunktum sem
hann hefur hripað hjá sér, annaðhvort sem konrektor í
Hróarskeldu eða meðan hann sat í Kaupmannahöfn veturinn
1638-39 og beið eftir að biskupskjörsmálið leystist.
Fom íslensk fræði
Sennilega hefur áhugi Brynjólfs á fomum íslenskum fræðum
vaknað um þetta leyti. Að minnsta kosti verður að telja ólíklegt
að það hafi verið miklu fyrr, því að bréfaskipti Þorláks Skúla-
sonar og Worms árin 1630-32 sýna að Brynjólfur hefur afráð-
ið að setjast að í Danmörku og starfa þar. í ljósi þessa verður
skiljanlegra hvers vegna hann var jafn mótfallinn biskupskjör-
inu og raun bar vitni. Eins og fyrr var frá greint bendir allt til
þess að hann hafi umfram allt verið klassískur fomfræðingur.
En strax árið 1639 færir hann Stephaniusi að gjöf Uppsalabók
95