Hugur - 01.01.1988, Page 97

Hugur - 01.01.1988, Page 97
HUGUR GUNNAR HARÐARSON leyti. Því til stuðnings má benda á eintak hans af Rökræðulist Rudolfs Agricola sem er varðveitt í Konungsbókhlöðu í Kaup- mannahöfn, þar sem Sten Ebbesen gróf það upp. Þessa bók hefur Brynjólfur eignast 1630, þ.e.a.s. þegar hann sat heima í önundarfirði og las grísku. Aðrar bækur sem bera fangamark hans, LL (Lupus Loricatus = Brynjólfur) og er að finna í Kon- ungsbókhlöðu eru Philosophia naturalis (Náttúruspeki) sem hann hefur eignast í Kaupmannahöfn 1632, bók með verki eftir Platón, líka í Kaupmannahöfn 1632 og Pindar í Hróaskeldu 1633. (Ennfremur em þar Schedismata variorum bundin sam- an við Dichaerardi Geographia 1635 og Photius á grísku 1638. Eintak hans af Adagia (Málsháttasafni) Erasmusar er varðveitt í Landsbókasafni Islands). Fyrmefndu bækumar kynnu eink- um að vera vísbending um áhuga á platónskri heimspeki. Löngu síðar, í bréfi til Vilhelm Lange árið 1656, kemur Brynj- ólfur fram sem platónisti, vitnar í Ríkið eftir Platón og ber Friðrik konung saman við heimspekikonunginn. En hvað sem þessum vangaveltum líður, hlýtur grundvöllurinn að skýr- ingarritinu yfir Ramus að hafa verið lagður í Danmörku, því að Brynjólfur vitnar þar í fleiri höfunda en getið er um í bókaskrá hans og notar auk þess rit sem hann kvartar yfir að eiga ekki í bréfi til Worm 1648 (skýringarritið er skrifað 1640-43). Þetta verður að túlka þannig að hann hafi að ein- hverju leyti skrifað skýringar sínar upp úr minnispunktum sem hann hefur hripað hjá sér, annaðhvort sem konrektor í Hróarskeldu eða meðan hann sat í Kaupmannahöfn veturinn 1638-39 og beið eftir að biskupskjörsmálið leystist. Fom íslensk fræði Sennilega hefur áhugi Brynjólfs á fomum íslenskum fræðum vaknað um þetta leyti. Að minnsta kosti verður að telja ólíklegt að það hafi verið miklu fyrr, því að bréfaskipti Þorláks Skúla- sonar og Worms árin 1630-32 sýna að Brynjólfur hefur afráð- ið að setjast að í Danmörku og starfa þar. í ljósi þessa verður skiljanlegra hvers vegna hann var jafn mótfallinn biskupskjör- inu og raun bar vitni. Eins og fyrr var frá greint bendir allt til þess að hann hafi umfram allt verið klassískur fomfræðingur. En strax árið 1639 færir hann Stephaniusi að gjöf Uppsalabók 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.