Hugur - 01.01.1988, Síða 100
HEIMSPEKI OG FORNMENNTIR Á i'SLANDI Á 17. ÖLD
HUGUR
hjá Stefáni Ólafssyni, sem var ritari Brynjólfs á árunum 1642-
43, í kvæðinu „Nýjársgjöf ‘ sem dregur mikinn dám af Eddu-
kvæðum.
Tilgangur Brynjólfs með útgáfu íslenskra fomrita og hug-
myndir hans um gagn þeirra og gildi koma fram í bréfi hans til
Lange 1656. Þar lýsir hann skilningi sínum á þýðingu þeirra
fyrir íslenska menningu og - eins og sannur rökræðumaður -
þýðingu íslenskrar menningar fyrir þau. Á sama hátt og jurtir
sækja næringu sína hver í sinn jarðveg, þannig verður að rækta
fomritin á Islandi, þar sem þau em upprunnin. Vissulega er
hægt að flytja handrit til útlanda og varðveita þau þar, en þar
sem enginn getur lesið þau eru þau einskis nýt og þeir sem
annars gætu lesið þau eiga þess ekki kost af því að þeir hafa
engar bækur. Þess vegna verður að prenta þau. Brynjólfur
hafði ítrekað reynt að fá prentleyfi til handa Skálholtsstað, en
Þorlákur Skúlason Hólabiskup var andvígur þeim áformum
Brynjólfs strax fyrir 1650. í bréfi til Meierbom 1662 segir
Brynjólfur skýrt og skorinort að hann sé hættur að fást við
fomfræði en lýsir þó enn ósk sinni um að fomritin verði gefin
út og nú í Kaupmannahöfn. En ekkert varð úr því heldur. Það
var ekki fyrr en nokkm síðar, í tíð eftirmanns Brynjólfs, Þórð-
ar Þorlákssonar, sem flutti prentverkið til Skálholts, að fyrstu
íslensku fomritin voru prentuð.
Þó að Brynjólfur hafi þannig farið að ástunda fom íslensk
fræði og ekki viljað vera „hospes domi“(gestur í heimahúsum)
í fomfræðum, eins og Torfi Jónsson segir, þá sneri hann ekki
bakinu við heimspekinni að fullu og öllu, eins og marka má af
því að enn árið 1669 biður hann um að fá sent rit Diogenesar
Laertiusar, Ævi og kenningar merkra heimspekinga. Það má
jafnvel til sanns vegar færa að áhugasvið hans innan fomfræð-
anna hafi mótast af heimspekinni. En auk þess ráðgerði hann
bók um lífsskoðun íslendinga að fornu, De priscorum
septentionalium dogmate ac ritu (Um hugmyndir og siði nor-
rænna manna í fomöld). Ætlun hans var að bera hana saman
við hina grísk-rómversku. Einkum nefnir hann heimspeki
Platóns og Pýþagórasar og hugsar sér tengsl milli þessara
heimspekistefna og hinnar fomu íslensku heimspeki. Einmitt í
þessu sambandi biður hann Worm að senda sér rit eftir Platón,
98