Hugur - 01.01.1988, Side 101
HUGUR
GUNNAR HARÐARSON
Marsilio Ficino og fleiri. Sennilega hefur hann fyrst og fremst
verið að hugsa um sálarfræðina. Strax í Pericula in Saxonem
var hann byrjaður að fást við þetta efni. Þriðji kaflinn hefur, ef
marka má Historica narratio, haft að geyma efni sem kemur
heim og saman við það sem vitað er úr öðrum heimildum um
hugmyndir Brynjólfs um þessa bók oj> hefur meðal annars
fjallað að einhverju leyti um goðafræði Islendinga hinna fomu.
Andstæðir mermingarheimar
Samspil menningarheimanna tveggja á rithöfundarferli og í
starfi Brynjólfs átti sér því ekki aðeins stað á sviði máls, heldur
líka mennta og menningar. Eins og sagt var hér í upphafi
byggðist öll menntun Brynjólfs á hinum latneska, lærða heimi,
en hún gerði honum kleift að öðlast skilning á hinum íslenska
menningarheimi. En þetta þýddi að honum varð ljóst það djúp
sem var á milli ekki bara danskra kunningja hans úr hópi
menntamanna, heldur líka samtímamanna hans íslenskra og
hinnar fomu íslensku menningar. Þannig stóð hann frammi
fyrir tvöfaldri hindrun: annars vegar milli latfnumennta og
norrænnar menningar, hins vegar milli fomíslenskrar menn-
ingar og samtíma síns á íslandi. Og einmitt þess vegna þurfti að
gefa fomritin út, prenta þau. Ekki var nóg að varðveita gömul
handrit, því að of fáir kunnu að lesa þau. Hins vegar höfðu
Danir allt of litla þekkingu á íslensku máli og þurftu á íslend-
ingum að halda til að þýða fyrir sig. Þess vegna átti það að vera
„per columnellas“, latína og þjóðtunga hlið við hlið, til þess að
gagnast bæði lærðum og þeim sem gátu ekki lesið latínu, og á
þennan hátt yrðu ritin tekin inn í báða menningarheimana.
En þó að það væri þannig mikið sem mælti gegn einingu
þessara tveggja menningarheima, hins latneska og hins nor-
ræna, þá var Brynjólfur sennilega sannfærður um að ef málið
væri skoðað í heild ættu þeir þó nokkuð sameiginlegt. Þessu til
stuðnings hafði hann tvö sjónarmið, eitt heimspekilegt, eitt
sögulegt. í skýringarritinu yfir Ramus kemur fram að Brynj-
ólfur sem nýplatónisti lítur svo á að allir hlutir séu komnir frá
hinu Eina, og beri með sér svip einingarinnar, ekki þrátt fyrir
að þeir séu margir, heldur einmitt í margbreytileik sínum, því
að ekki sé til eitt hugtak án annars, engin margbreymi án ein-