Hugur - 01.01.1988, Page 103
BRYNJÓLFUR SVEINSSON
SKÝRINGAR VIÐ
RÖKRÆÐULIST RAMUSAR
1640
FYRSTIOG ANNAR KAFLI
[Fyrsti kafli]
1.1. Tvær skilgreiningar á list1 eru algengastar. önnur er sótt
til Aristótelesar, í 6. bók Siðfræði Níkómakkusar, 4. kafla:
Techne esti hexis poietike meta logou [list er áunnin hæfni til að
framkvæma af skynsemi]. Það er: List er áunnin hæfni til
framkvæmdar með skynsemi. En vér skiljum orðasambandið
’til framkvæmdar' ekki eins og Zabarella2 og lærisveinar hans,
sem vilja einskorða það við efnislega athöfn sem skilur eftir sig
skynjanlegt verk er líta má berum augum, heldur eins og það
taki til hvaða athafnar sem er, því að sú er merking sagnarinnar
poiein [að gera]. Takmörkunin meta logou [með skynsemi]
greinir list þessa frá venjulegum athöfnum, hvort heldur þær
ráðast af vana eða tilviljun, því að hjá listamanninum er að
finna skynsamlega hugsun að baki verkinu.
2. Hin [skilgreiningin] er tekin frá Lúkíanosi3, hinum
hnyttna gríska rithöfundi, og hún hæfir þessu efni betur og
fellur betur að eðli listanna. Því að þannig skilgreinir Lúkíanos
list í riti sínu Parasites: techne esti systema enkatalepseon
syngegymnasmenon pros ti telos koinofeles en to bio [List er
kerfi hugmynda, sem eru samstilltar og samhæfðar að ein-
1 List er hér notað sem þýðing á „ars“, sem aftur erþýðing á gnska
orðinu techne. Ef til vill væri réttari þýðing kunnátta. I þessum kafla er
Brynjólfur að útlista fyrstu setninguna í Rökræðulist Ramusar:
Dialectica est ars disserendi [þýð.].
2 Jacopo Zabarella (1532-1539) kenndi við háskólann í Padúa á ftalíu.
Hann var einn helsti Aristótelesarfræðingur 16. aldar [þýð.].
3 Lúkíanos (115-180) var grískur rithöfundur og háðfugl [þýð.].