Hugur - 01.01.1988, Side 121

Hugur - 01.01.1988, Side 121
HUGUR ATLI HARÐARSON og í að hugsa rökrétt og skipulega. En skipuleg og rökrétt hugsun er ljós heimsins og lífsins kóróna. Frumhugtök rökfræðinnar fjallar að verulegu leyti um frumspekileg efni, sem liggja rökfræðinni til grundvallar. Mikið af þessari frumspeki er komið frá Gottlob Frege, einum helsta upphafsmanni nútímarökfræði. Eg held að flestar þær frumspekikenningar, sem Erlendur gerir grein fyrir, séu sannleikanum samkvæmar. Um nokkrar er ég þó efins. Einkum þykja mér sumar kenningar um undantekningar lögmálinu um annað tveggja sem hann fjallar um, vera hæpnar. Á bls. 98-99 segir til dæmis: Lögmálið um annað tveggja gildir augsýnilega ekki um setningar, sem enga merkingu hafa: Setningar eins og „talan 2 er skotin í kvaðratrótinni af 3“ ... eru hvorki sannar né ósannar, ... Er ekki eðlilegra að segja að téð setning sé einfaldlega ósönn, og meira að segja svo augljóslega ósönn að stappaði næst hreinni bijálsemi að gruna að hún sé sönn? Ég held það.Fleiri heimspekikenningar, sem ræddar eru í þessari bók má draga í efa. En það spillir bókinni engan veginn, heldur sýnir aðeins að í rökfræðinni eru til álitamál, rétt eins og í öllum öðrum fræðum. Víðast hvar, kannski alls staðar, heldur Erlendur sig við hefð- bundin viðhorf og heldur fram því einu sem þorri nútímaheimspekinga er sammála um. Furmhugtök rökfræðinnar er vel skiljanleg öjlum skynsömum mönnum, sem nenna að leggja á sig nokkra hugsun. í henni eru æfinga- verkefni og fjöldi skýringadæma. Helsti ókostur hennar er prentvillur, sumar meinlegar til dæmis hafa rökfræðitákn dottið út eða misritast á stöku stað. Úr þessu mætti bæta til bráðabirgða með því að láta lista yfir helstu villur fylgja með bókinni á lausu blaði. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir þá sem hyggja á sjálfsnám og kunna lítið fyrir í þessum fræðum. Þeir geta villst illa þar sem tákn eru misrituð eða þau vantar. Vfsindaheimspeki er að stofni til greinargerð fyrir kenningum ýmissa heimspekinga um eðli vísindalegrar þekkingar. Aðaláhersla er lögð á kenn- ingar sem bendla má við raunhyggju og mestur hluti bókarinnar er endur- sagnir á kenningum manna eins og Hume, Mill, Hempel, Camap, Mach, Popper, Kuhn, Feyerabend, Lakatos og Laudan. (Það er kannski hæpið að kalla þá fimm síðasttöldu raunhyggjumenn, en þeir standa þó nær raun- hyggjunni en nokkurri annarri heimspekihefð sem ég kann að nefna). Þessar endursagnir eru skilmerkilegar og gefa lesandanum gott yfirlit yfir nokkur helstu viðfangsefni heimspekinnar. Vísindaheimspeki skiptist í þrjá hluta, auk inngangs. Fyrsti hluti fjallar aðallega um lögmál og vísindakenningar. Þar er lögð áhersla á kenningar um það, hver munur er á náttúrulögmálum og annars konar alhæfingum og um tengsl kenninga við reynsluheiminn. Annar hlutinn fjallar um réttl- ætingu vísinda. Þar er fjallað um (árangurslausar) tilraunir heimspekinga til þess að réttlæta tilleiðslu (induction), heimspekilegar útleggingar á líkinda- hugtakinu og ýmsar gerðir vísindalegra skýringa. Þriðji kafiinn fjallar um þróun vísinda. Þar er byrjað á því að lýsa hefðbundnum raunhyggju- kenningum um þróun vísinda og síðan fjallað um umræðuhefð sem er 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.