Hugur - 01.01.1988, Qupperneq 121
HUGUR
ATLI HARÐARSON
og í að hugsa rökrétt og skipulega. En skipuleg og rökrétt hugsun er ljós
heimsins og lífsins kóróna.
Frumhugtök rökfræðinnar fjallar að verulegu leyti um frumspekileg
efni, sem liggja rökfræðinni til grundvallar. Mikið af þessari frumspeki er
komið frá Gottlob Frege, einum helsta upphafsmanni nútímarökfræði. Eg
held að flestar þær frumspekikenningar, sem Erlendur gerir grein fyrir, séu
sannleikanum samkvæmar. Um nokkrar er ég þó efins. Einkum þykja mér
sumar kenningar um undantekningar lögmálinu um annað tveggja sem
hann fjallar um, vera hæpnar. Á bls. 98-99 segir til dæmis:
Lögmálið um annað tveggja gildir augsýnilega ekki um
setningar, sem enga merkingu hafa: Setningar eins og „talan 2
er skotin í kvaðratrótinni af 3“ ... eru hvorki sannar né
ósannar, ...
Er ekki eðlilegra að segja að téð setning sé einfaldlega ósönn, og meira að
segja svo augljóslega ósönn að stappaði næst hreinni bijálsemi að gruna að
hún sé sönn? Ég held það.Fleiri heimspekikenningar, sem ræddar eru í
þessari bók má draga í efa. En það spillir bókinni engan veginn, heldur
sýnir aðeins að í rökfræðinni eru til álitamál, rétt eins og í öllum öðrum
fræðum. Víðast hvar, kannski alls staðar, heldur Erlendur sig við hefð-
bundin viðhorf og heldur fram því einu sem þorri nútímaheimspekinga er
sammála um.
Furmhugtök rökfræðinnar er vel skiljanleg öjlum skynsömum
mönnum, sem nenna að leggja á sig nokkra hugsun. í henni eru æfinga-
verkefni og fjöldi skýringadæma. Helsti ókostur hennar er prentvillur,
sumar meinlegar til dæmis hafa rökfræðitákn dottið út eða misritast á stöku
stað. Úr þessu mætti bæta til bráðabirgða með því að láta lista yfir helstu
villur fylgja með bókinni á lausu blaði. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir þá
sem hyggja á sjálfsnám og kunna lítið fyrir í þessum fræðum. Þeir geta
villst illa þar sem tákn eru misrituð eða þau vantar.
Vfsindaheimspeki er að stofni til greinargerð fyrir kenningum ýmissa
heimspekinga um eðli vísindalegrar þekkingar. Aðaláhersla er lögð á kenn-
ingar sem bendla má við raunhyggju og mestur hluti bókarinnar er endur-
sagnir á kenningum manna eins og Hume, Mill, Hempel, Camap, Mach,
Popper, Kuhn, Feyerabend, Lakatos og Laudan. (Það er kannski hæpið að
kalla þá fimm síðasttöldu raunhyggjumenn, en þeir standa þó nær raun-
hyggjunni en nokkurri annarri heimspekihefð sem ég kann að nefna).
Þessar endursagnir eru skilmerkilegar og gefa lesandanum gott yfirlit yfir
nokkur helstu viðfangsefni heimspekinnar.
Vísindaheimspeki skiptist í þrjá hluta, auk inngangs. Fyrsti hluti fjallar
aðallega um lögmál og vísindakenningar. Þar er lögð áhersla á kenningar
um það, hver munur er á náttúrulögmálum og annars konar alhæfingum og
um tengsl kenninga við reynsluheiminn. Annar hlutinn fjallar um réttl-
ætingu vísinda. Þar er fjallað um (árangurslausar) tilraunir heimspekinga til
þess að réttlæta tilleiðslu (induction), heimspekilegar útleggingar á líkinda-
hugtakinu og ýmsar gerðir vísindalegra skýringa. Þriðji kafiinn fjallar um
þróun vísinda. Þar er byrjað á því að lýsa hefðbundnum raunhyggju-
kenningum um þróun vísinda og síðan fjallað um umræðuhefð sem er
119