Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 123

Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 123
HUGUR ATLI HARÐARSON Rökleg aðferðafræði (Reykjavík 1985; eftirleiðis skammstöfuð RÞ, SV, HF, og RA), munu flest eða öll hafa komið út í fjölrituðum bráðabirgða- útgáfum á árunum 1978-9; en birtast nú prentuð í endanlegri mynd á kostnað höfundar, með stuðningi Háskóla Islands. Það er kunnara en frá þurfi að segja að í mörgum skólum, þar á meðal Háskóla íslands, er bjarg- ast við misvönduð fjölrit og smáprent þegar ekki er völ frambærilegra kennslubóka. Slíkt efni fælist alla utanaðkomandi gagnrýni, líkt og heima- smíðað amboð. Það er tíðum gert af einum manni til að þjóna hlutverki í hans eigin kennslu: hlutverki er aðeins upplýkst þeim sem hennar njóta. Öðru vísi horfir við ef gengið er frá efninu til almennra nota, eins og Amór virðist nú hafa gert. Þá verður það að gegna meiru en munnmetum innan þröngs hóps og er því tækt til umfjöllunar á vettvangi eins og þessum. Ritin fjögur hafa að sögn verið lesin á forspjallsnámskeiðum í ýmsum deildum Háskólans og eru því bersýnilega byrjendarít í heimspeki. Nú dylst ekki að slík verk geta þjónað öðrum og ólflcum tilgangi, t.a.m. verið samin í fróðleiksskyni fyrir upplýstan almenning eða sem inngangsrit fyrir verðandi heimspekinema. Kostirnir sem þurfa að prýða þessar tvær teg- undir eru mismunandi á sama hátt og tilgangurinn. En hvorugt er raunar uppi á teningnum hér heldur þriðja gerð byijendabóka: kynning fyrir nem- endur er koma til með að sinna öðrum fræðum en heimspeki en eiga samt að fá einhverja nasasjón af viðfangsefnum hennar. Og þá má strax spyrja hvemig til eigi að stilla við gerð slíkra verka þannig að væntanlegir les- endur hafi sem mest fyrir sinn snúð? Eftir að hafa freistað þess um skeið að bera álflca fræði á borð fyrir nemendur, sem aðeins era 1-2 árum yngri en hjá Amóri, yrði svar mitt hiklaust að þeim væri mestur akkur í „hag- nýtri“ heimspeki; annað hvort rökfræði, sem temur þeim ögun í fram- setningu máls, eða siðfræði, er ljær þeim nýjan kost á að ræða af viti um ýmis hitamál dagsins. Því hlýt ég að setja fram efasemdir í upphafi um að efnið sem Arnór hefur tilreitt sé í raun rétta fóðrið fyrir þennan nemenda- hóp. (Undanskil ég þó heimspeki félagsvísinda sem sjálfsagt er að nem- endur fái vel útilátið af í þeirri deild.) Sérílagi er ég tortrygginn gagnvart ritum eins og RA þar sem reynt er að fleyta rjómann ofan af rökfræði, merkingarfræði og vísindaheimspeki og hræra saman í einhvers konar graut. Nær lagi er að kenna sómasamlega rökfræði; enda mun hægara fyrir nemendur að átta sig á almennum sannindum þessara fræða eftir að hafa „lært á takkana“ fyrst. Slflcar kennslubækur eiga með öðrum orðum að vera írökfræði en ekki um hana. Hvaða lesandi skyldi til dæmis henda reiður á þessari framsetningu á fyrstu reglu De Morgans, án þess að hafa hlotið neina skólun í meðferð táknmálsins?: Þarsem: ekki er svo. að bæði sé p og q þá er: ekki svo, að p - eða - ekki svo, að q 1 Með sanntöflum verðurþessi regla í lófana lögð; og þótt undarlegt sé nýtur formleg rökfræði dálætis hjá meginþorra nemenda. Rit eins og RA era ekki boðleg fyrr en þeir hafa stundað slíkar fingraæfingar í minnst hálfan vetur. 1 RA, bls 80 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.