Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 7
Hugmynöirnar um annað líf.
Erinöi flutt í S. R. F. í.
Eftir Einar H. Kuaran.
„Mennirnir eru hræddir við dauðann, eins og börn
cru hrædd við að fara inn í myrkur“, sagði heimsfræg-
ur brezkur vitringur, sem dó fyrir hér um bil 3 öldum.
Annar brezkur merkismaður gerir þessa hreinskilnis-
legu játningu: „Eg skammast mín ekkert fyrir að játa
það, að eg hugsa til þess með vanþóknun og kvíða, að
eiga að deyja. Með því er átt við ástand, sem vér vit-
um ekkert um, og getum aldrei fengið neina vitneskju
um“. Eg hygg, að í þessu efni sé eitthvað svipað ástatt um
ótölulegan mannf jölda, ef ekki allan þorra mannkynsins.
Eg segi þetta meðfram vegna þess, að mér er kunn-
ugt um, að fjöldi þeirra manna, sem telja sig hafa feng-
ið órækar sannanir fyrir framhaldslífinu og sambandi
við framliðna menn, gera sér í hugarlund, að ekki sé
unt að fá vitneskju um það, hvernig öðru lífi sé háttað.
Lengra verði ekki komist, en að fá vissu um það, að það
iíf sé til, að það fari fyrsta sprettinn eftir þeim þroska,
sem sálin hefir fengið hér í heimi, og að framfarir ger-
ist þar. Að flestu öðru leyti hljóti hið væntanlega líf að
vera oss hulið.
Meðal annars benda þeir á það, að framliðnir menn,
sem komið hafi til vor, hafi sjálfir sagt, að ekki sé unt
að gera oss grein fyrir lífi þeirra. Því verði ekki lýst á
mannlegu tungumáli, og vér gætum ekki skilið það, þó
að farið væri að lýsa því.
1