Morgunn - 01.06.1931, Page 34
28
M0K6DNN
Þeir reisa ekki það frá dauðum, sem ekkert erindi á
til lífsins aftur.
Blöðin flytja þá fregn, að yfirlýsing sr. Jakobs
Jónssonar hafi verið gjörð að umtalsefni á síðustu presta-
stefnu í Reykjavík. Skoðanirnar virðast hafa verið, svo
sem vænta mátti, allskiftar. En afstöðu biskupsins er
lýst með dálitlu ágripi af ræðu hans. Framkoma þessa
æðsta manns íslenzku kirkjunnar við það tækifæri virð-
ist hafa verið mjög skynsamleg og lofsverð. Hann lýs-
ir yfir því afdráttarlaust, að ekki sé neinn vegur til
þess að reka sig út í neinar villutrúar-ofsóknir. Og hann
telur eðlilegt, að sem mest sé skotið undir dóm þjóð-
arinnar (safnaðanna) um, hvað prestum sé leyft og
bannað. Vitaskuld harmar hann, að þessi umræddi
prestur skuli taka samvizku sína svo alvarlega, að hlýða
henni frekar en helgisiðabókinni, og hann veit, að þetta
gjöra ekki aðrir en ,,óharðnaðir“ prestar. Sennilega
hefir hann alveg rétt fyrir sér um þetta síðasta atriði.
Það virðist því miður fylgja prestsstarfinu, að skel vilji
setjast utan um sálarlífið. Vér höfum líklega flestir
fundið það, sem því verki höfum sint. En líklega tap-
aði kirkjan ekki tilfinnanlega á því, þótt hinum ,,hörðn-
uðu“ fækkaði ofurlítið.
II.
Svo mikið umrót sem grein sr. Jakobs hefir vakið,
þá er hitt naumast minna, sem sr. Gunnar Benediktsson
hefir komið af stað með stuttri ritgjörð í sama blaði,
sem nefnd er „Jafnaðarstefna og trúarbrögð“.
Það er því nær ávalt eitthvað hressandi við það,
sem sr. Gunnar ritar. Það er djarft og skorinort og
óvegið. Hann er svo öriátur á hugsanir sínar, að hann
munar ekkert um það, þótt hann varpi einni fullyrð-
ingunni meira eða minna á vogarskálina. Og í þessari