Morgunn - 01.06.1931, Síða 88
82
M0R6UNN
sem Einer Nielsen var hér, vorum við að enda við að
borða. Borðið lyftist þá upp í einni svipan, svo diskarn-
ir hringluðu allir til. Mér verður hverft við, og hrópa
upp: „Hvað er þetta!“ Og dettur í hug jarðskjálfti.
Þá segir Nielsen: „Það er Knud, hann er að leika sér,
láta vita, að hann sé hér“. Líka heyrðist smellur í
könnu, sem stóð á skápborðinu (buffetinu), og dregið
ósköp lítið til á því. Skápborðið er 60 centimetra frá
þeirri hliðinni á matborðinu, sem fjær var Nielsen.
Rétt á eftir var fleygt um stól, sem stóð hinum megin
við borðið frá Nielsen að telja. Þá er eftir nokkur augna-
blik borðinu lyft upp frá hinni hliðinni".
Mánudagskvöldið 9. febr. var Einer Nielsen heima
hjá mér, og meðan við sátum, níu saman, í kring um
all-þungt kaffiborð, tók það tvisvar sinnum alt í einu
að hreyfast, lyftist annar endi. Er grenslast var eftir,
hver væri þar, færðist E. N. undan, að lengra væri
farið út í það.
Aftur var það á fæðingardaginn minn, 18. febr.,
að þeir komu til mín nafnarnir E. N. og E. Kv„ og sát-
um við aftur við sama borð, E. N. við enda og við E.
Kv. sinn hvoru megin og skröfuðum sitt hvað daginn
og veginn. Alt í einu segir E. N.: „Haraldur Níelsson
stendur hjá yður, eg sé hann“. Og eftir andartaks-
þögn: „Hann biður að skila heillaósk til yðar“. í sama
bili kiptist borðið þétt upp að mér og barði í gólfið 8
högg, sem ávalt þýðir játun. Eg ávarpaði minn ósýnilega
vin og þakkaði honum. Gat þess þá, að mér þætti leitt
að geta ekki verið á fundi í S. R. F. I. í kvöld, þai*
mundi hann líklega verða. Jafnskjótt játaði borðið því
með 3 höggum. Þá ávarpaði E. Kv. hann um efni, sem
gaf tilefni til svars, og jafnskjótt kiptist borðið í fang
hans og sló enn 3 högg. I þessum svifum kom inn kand.
Halldór Jónasson, settist við hlið E. Kv. og tók tal með
okkur. Rétt á eftir var klappað á dyr og gekk eg fram