Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 63
MOBGUNN
57
Lilja Kristjánsdóttir og síra Kristinn Daníelsson. En
nýir fundarmenn sátu í ytri hring kringum þennan innri
hálfhring. Á þessu varð þó sú breyting, eftir leyfi Míka,
aðalstjórnanda miðilsins, að auk þessara fimm föstu
fundarmanna voru settir í hvert sinn tveir af hinum
nýju í innri hringinn, og sátu þá á milli E. H. Kvarans
og G. E. Kvarans. Báðir hringir mynduðu keðju, með
því að halda saman höndum, hver í hönd þess, er
næstur sat, og hringirnir tengdir saman með því að sá,
er yztur sat í ytri hring báðum megin, studdi hönd á
öxl þess er yztur sat í innri hring.
Fundum var hagað þannig, að fyrir utan hringina
sat frú Matthildur Matthíasson hjá slaghörpunni, sem
stóð fyrir horninu, andspænis byrgishorninu, og lék á
hana, þegar óskað var. Lítið, rautt Ijós stóð á slaghörp-
unni, og annað stærra héklc úr miðju lofti. Gætti frúin
ljósanna, að slökkva og kveikja, þegar við átti og ósk-
að var, og eftir þriðja fund hafði hún við höndina blað,
og reyndi að merkja á það, hve margar líkamningar
kæmu; en stundum komu þær svo ört, að erfitt var að
ná því. Þegar frúin, sökum lasleika, gat ekki sótt fund,
gætti ungfrú Ágústa Þorsteinsdóttir ljósanna, og taldi
líkamningarnar. Fundir byrjuðu jafnan á því, að slökt
voru bæði ljósin, svo aldimt var. Þá var sungið fyrsta
og síðasta versið af sálminum: ,,Lýs, niilda ljós“. Þá
bað síra Kr. D. bæn, og las á eftir ,,faðirvor“ og „bless-
unarorð“, sem aðrir fundarmenn tóku undir. Eftir bæn-
ina var sunginn sálmurinn: ,,Faðir andanna" og síðan
haldið áfram að syngja ýmsa sálma út fundinn öðru
hvoru eða leika á hljóðfærið á víxl, en ekki hvort-
tveggja í senn, eftir ósk stjórnandans, og bað hann
einnig um, að allir tæki undir sönginn. Á síðari fund-
unum var að mestu eingöngu hafður söngur. Á gólfinu
í innri hringnum stóð aluminiumlúður, um 1/2 meter
á lengd með sjálflýsandi skífu, svo að sjá mátti, hvar
hann hreyfðist, er hann var hafinn á loft í myrkr-