Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 48
42
M0R6UNN
tekið hefir verið fram, hvort skoðun sr. G. B. muni
vera rétt.
Eg hefi gert mér far um að lesa bókina með fulh’i
samúð og hleypidómalaust, og niðurstaðan fyrir mér
hefir orðið á þessa lund: Sr. G. B. hefir gjört tilraun til
þess að komast að sjálfstæðri niðurstöðu um æfiferil
Jesú, hann gjörir margar skarplegar athuganir og beit-
ir ríkri ímyndunargáfu við tilgátur sínar, en honum
tekst ekki að brjóta niður hinn yfirgnæfandi þunga
þeirra atriða, sem á móti skoðun hans mæla.
í „Æfisögu Jesú frá Nazaret“ er komið víða við
og væri freistandi að rekja það alt að einhverju leyti.
Þess er ekki kostur hér. Verður að nægja að drepa á
það, sem efst hefir orðið í huganum við lestur bókar-
innar.
Sr. Gunnar hefir næma sjón fyrir því í boðskap
Jesú, sem var þess eðlis, að það hlaut að hafa víðtækar
breytingar í för með sér í þjóðfélagslegum háttum og
skipulagi, ef eftir því hefði verið farið. En þó er hann
þeirrar skoðunar, að ritarar guðspjallanna hafi all-
mikið dregið úr því, sem raunverulega hafi falist í orð-
um meistara þeirra. Þetta hefir vafalaust við mjög
mikil rök að styðjast. Guðspjöll ritningarinnar eru, eins
ng kunnugt er, ekki nema örlítið brot þeirra rita, sem
samin voru um Jesú af fyrstu kynslóðum kristinna
manna. En sum ritin, sem ekki hafa komist í biblíuna,
sýna miklu skýrari mynd af þessari hliðinni á hugsun-
um Jesú. Eftirtektarverð er t. d. frásaga ,,Hebrea-guð-
spjallsins“ um samtal Jesú og ríka mannsins, ekki sízt
fyrir þá sök, hve hún er Ijós og blátt áfram: ,,. . . Hann
(þ. e. Jesús) mælti við hann: Farðu og seldu alt, er þú
átt, og skiftu meðal fátækra, kom síðan og fylg mér.
En ríki maðurinn tók að klóra sér í höfðinu og var ekki
^nægður. Og meistarinn sagði við hann: Hvernig fær
þú sagt, að þú hafir haldið lögmálið og spámennina?
Því að ritað er í lögmálinu: ,,elska skaltu náungann eins