Morgunn - 01.06.1931, Side 71
M0R6UNN
65
>,Can you see me?“ og síðan glögt: „God bless you“.
Sumi'r andspænis byrgisdyrunum sáu samtímis miðilinn
inni í byrginu og veru fyrir utan, og sumir (Guðm.
ölafsson o. fl.) tvær verur í einu fyrir utan. Aftur komu
tvær verur hjá Kr. D., og snertu hann báðax*. Ein vera
nefndi sig skýrt: Stefanía. Undir fundarlok bað Míka
Kvaran kom inn í byrgið. Fór hann inn og kallaði þá út.,
að miðillinn væri mjög sveittur; hann héldi í aðra hönd
hans og sæi hina hreyfing'arlausa, en samtímis var
Elísabet þar inni og snerti eða strauk andlit hans. Grát-
nkkahljóð heyrðist út úr byrginu, áður en Kvaran fór
inn; ávarpaði Kr. D. það með fyrirbænaroi"ðum og
heyrðist þeim, er næstir sátu, sagt inni í byrginu: „Bless-
aður Kristinn“. Míka bað nú að slíta fundi, og G. E.
Kvaran koma inn og gefa miðlinum magnetiskar strok-
ur; hann hefði kraft til þess, og skyldi hann sýna hon-
um, hvernig ætti að fara að því. Enn kom líkamning við
vegginn hjá Kr. D. og sagði: „Jón! Jón!“ (síra Jón Auð-
uns?), hélt síðan blessandi hendi á höfði Kr. D. þangað
til bæninni var lokið.
5. fundur, fimtudag 22. jan.
Fundarbyrjun sem vant er. Eftir litla stund hreyfð-
ist lúðurinn hægt um, en fjell svo niður. Miðillinn, sem
ekki var sofnaður, og Kr. D. fundu þá, að vera stóð
tyrir framan þá, og slæðurnar strukust við hendur þeirra
og hné, en myrkur var og sást því ekki. Litlu síðar var
miðillinn í trance; kom þá Míka og ávarpaði fundar-
uienn með skörulegri tölu. Minti á, hve mikil náð það
Væri, að sjá verur frá öðrum heimi. Þá leyfði hann að
kveikja rauða ljósið. Bað fundarmenn að hafa hugann
fast við það, sem gjörðist, og syngja, en ekki tala sam-
an. Meðan miðillinn var að setjast í byrgið, kom líkamn-
ing (Elísabet) við vegginn hjá frú Kvaran, og sáu
fundarmenn hvorttveggja samtímis. Eftir nokkura
stund sagði Míka, að eitthvað væri að og ramisakaði
5