Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 22
16
MORGUNN
þangað, sem henni er ætlaður staður, þangað til hún
fær líkamann að nýju. Jafnskjótt eftir andlátið verðui'
ásigkomulag sálarinnar annaðhvort sæla eða vansæla
eftir því, hvort maðurinn hefir hér í lífi aðhylzt guðs
náð eða hafnað henni“. Ekki erum vér samt fræddir
jafn-greinilega um kjör mannanna á undan dómsdegi
eins og á eftir honum. ,,Hið algjörða eilífa líf byrjar
sanntrúaður kristinn maður fyrst eftir upprisuna og dóm-
inn í dýrðarríki Jesú Krists, og verður þá æfinlegt sælu-
líf í eilífri sambúð við þríeinan guð, góðu englana og
alla útvalda, æfinleg lausn frá allri synd og sorg og
æfinlegur friður og gleði“. En „eftir dóminn hreppa
þeir, sem með vantrú og þrjózku hafa hafnað guðs náð,
eilífan dauða og eilífa glötun. Líf þeirra verður æfin-
legt kvalalíf í sambúð við illa anda, endalaus angist og
■örvænting án allrar vonar um frelsun“.
Nú hefði ef til vill mátt ætla, að kirkjan væri búin
að átta sig á því, að henni væri óhætt að flytja mönn-
unum einhverja betri fræðslu um annað líf en þetta.
En tæplega verður sagt, að því hafi verið að heilsa. Fyr-
ir 30 árum, árið 1900, kom enn út kver: „Kristilegur
barnalærdómur“. Það er eftir norska prestinn Thorvald
Klaveness og flytur eftirfarandi fræðslu um annað líf
„f andlátinu verður sál hins trúaða laus við alla synd,
og fær hvíld hjá guði í sælum friði; en algjörlega heil-
agur bæði á líkama og sálu verður kristinn maður þó
fyrst við upprisu holdsins“.
Höf. tilfærir enga ritningargrein þessu til stuðnings,
•og eg veit ekki, hvaðan hann hefir þetta. Ekki veit eg
heldur, hvað hún merkir, þessi „hvíld hjá guði í sælum
friði“. Hafa mennirnir meðvitund allar þessar mörgu
aldaraðir, sem þeir eru að hvíla sig, frá því er þeir fara
af þjessum heimi til dómsdags? Einhverntíma hljóta þeir
að verða afþreyttir. Frá hverju hvílast þeir þá? Hún
-er undarleg, þessi þoka, sem lagst getur yfir hugi gáf-
aðra manna, þegar trúmálin eiga í hlut. Ekkert er á