Morgunn - 01.06.1931, Síða 124
318
MORGUNN
að segja þér. Eg sá þarna í horninu, hjá farangrinum,
líkkistu, sem breitt var yfir svart klæði, og kertaljós
sitt hvoru megin. Við skulum fara“. Hinn reyndi að
malda í móinn og spurði, hvað ,,Matin“ mundi segja.
,,Það gjörir ekkert; eg fer“. Þegar hann kom heim, var
það hans fyrsta að spyrja, hvernig öllum liði. Kona
hans sagði. að faðir hans hefði skrifað, að móðir hans
væri veik. Hann fór þangað og kom rétt um það, er hún
andaðist.
P. Forthuny, sem nú fær svo oft vitneskju um lífs-
atburði, liðna og ókomna, í lífi manna, sem hann ekki
þekkir, hafði fram að árinu 1923 aldrei fengið neina
yfirvenjulega vitneskju, nema þetta eina sinn.
Á þeirri stund, er sonur hans hrapaði til bana í
Rúmeníu, var Forthuny rólegur að raða skjölum. Ekk~
ert hugboð náði meðvitund hans. Það var fimm dögum
seinna, er hann var glaður og hress, sem fregnin kom
og reiðarslagið.
Einum af vinum Forthunys, sjóliðforingja, sem komst
við af sorg hans, kom til hugar, að bezta huggunin, sem
hægt væri að veita honum, væri, að sannfæra hann um,
að dauði líkamans væri ekki endir á persónulegu lífi
mannsins, og lánaði honum því sálarrannsóknabækur.
Forthuny las þær og komst að þeirri niðurstöðu, að það
væri staðlítil tilgáta.
En nú var þó hugmyndin komin inn hjá honum, að
dauðinn sé ekki endir mannsins og að til séu menn,
miðlar, sem haldnir eru vera gæddir þeim hæfileika,
að geta komið á sambandi við anda, sem komnir eru
úr líkamanum. Hjá manni með svo sterku ímyndunar-
afli hlaut hugmyndin að fá nokkurt viðnám.
Hinn 18. júlí 1920, er hann sat við að rita skáld-
sögu á skrifstofu sinni, þá hætti hönd hans alt í einu
að hlýða hugsun hans og tók til, eins og hreyfð af ó-