Morgunn - 01.06.1931, Side 62
56
M 0 II G U N N
á, og nema hné hans við tjaldið, og sést hann þá, hvað
lítið sem opnast í miðjunni.
Ákveðið var, að enga sannanafundi (testseance)
skyldi halda, heldur sýna miðlinum óskorað traust, og
gjöra alt sem unt væri, til þess að árangur gæti orðið
sem beztur, en það þykir reynt, að sú nærgöngula rann-
sókn, sem höfð er á miðlum við sannanafundi, er þeim
svo óþægileg og ógeðfeld, þótt þeir við strangvísinda-
lega rannsókn leggi sig undir hana, að það getur diæg-
ið mjög úr fyrirbrigðunum. Enda auk þess, að fult traust
er borið til miðilsins, næg önnur ráð til að sannfærast
um, að ekki séu blekkingar hafðar í frammi. T. d. það,
að einatt sést fleira en ein líkamning í einu eða miðill-
inn sjálfur og ein eða tvær líkamningar; stundum heyr-
ist fleiri en ein rödd tala í einu inni í byrginu með ólík-
um málrómi. Líkamningarnar eru mjög misjafnar að
stærð og einnig slæðurnar; á sumum svo geysimiklar,
að óhugsandi væri, að miðillinn gæti leynt í fax’angri
sínum svo stórum böggli, sem til þess þyrfti. Enda far-
angur hans mjög lítill, í ólæstri ferðatösku, og Kvar-
ans hjónum kunnugt hvei*t tangur og tetur, sem hann
hafði með sér. Og þótt hann gæti það, þá koma ver-
urnar stundum svo ört, að ómögulega gæti hann vei'ið
svo liðugur að skifta svo örskjótt um stærð og búning.
Og margt fleira er, sem ekki gæti dulist til lengdar,
ef blekkingar væri.
Ákveðið var, að halda fyi'st til reynslu tvo undir-
búningsfundi með sömu fundarmönnum, en síðan veita að-
gang nýjum fundarmönnum, 13—14 í hvert sinn. Skyldi
greiða fyrir hvei'n fund 20 krónur hver maður; en iðu-
lega getur komið fyrir, af einhverjum orsökum, að
fundur verði árangurslaus, og skyldi þá ekkert gjald
gi'eiða fyrir þá fundi. Á öllum fundunum var fastur
innri hringur, skipaður sömu mönnum, er sátu í hálf-
hring kringum byrgið. Voru það frú Gíslína Kvai'an,
Einar H. Kvaran, Gunnar E. Kvaran kaupmaður, frú