Morgunn - 01.06.1931, Side 132
126
MORGUNN
urlöndum. Þar er höfn. Þetta er aðdáanlegt! Hvílík
stórfengleg sjón! Hversu fagur, blár himinn“, o. s. frv.
Bréfið hafði verið skrifað fyrir 20 árum síðan í
Constantinopel af föður frú Geley.
Þannig kom í ljós dulvitundarhæfileiki P. Fortunys,
þegar hann var að gjöra leik að því, að líkja eftir hátt-
um þeirra, sem væru skygnir, það er að segja, þegar
honum í fyrsta skifti gáfust hentug skilyrði fyrir dul-
vitundina.að starfa.
Þegar í stað flaug út fregn um þetta. Forthuny
skygn. — Þetta varð til margra samfunda með vinum
hans. Og hvenær, sem komið var saman til tedrykkju
eða miðdegisverðar, þá voru gjörðar tilraunir með hæfi-
leika Forthunys. Hann færðist alls ekkei*t undan þvíi
svo mikla skemtun hafði hann af því, að reyna þessa
nýju gáfu sína. Við þessa æfingu styrktist skyggni hans
smám saman og varð nákvæmari og víðtækari. Hann
vandi sig á, að reyna sig með misjafnlega mörgum mönn-
um, án þess að gjöra sér í hugarlund þá erfiðleika, sem
hann átti að yfirstíga og flestum skygnum mönnum voru
ofvaxnir.
Þegar hér var komið, var P. F. orðinn samverka-
maður herra Jean Meyers við ritstjórn á „Revue spi-
rite“, og honum var þegar ljóst, hversu þessi gáfa For-
thunys, til að starfa þannig meðal almennings, hafði
feiki mikið sönnunargildi. Hann fékk Forthuny til að
gefa í hverri viku tilraunafund í samkomuhúsi sálar-
rannsóknasambandsins (í Copernicusgötu 8). Þar leysti
hann af hendi, stundum í viðurvist meira en hundrað
manna, þetta undrastarf, að hann gekk um meðal fund-
armanna og nam staðar ýmist hjá einum eða öðrum og
birti þeim einn eða fleiri kafla úr lífi þeirra eða ein-
hverra samvistarmanna þeirra, stundum mjög viðkvæma.
Tilbreytingin í þessu, nákvæmnin og ómótmælanlegar
staðreyndir, sem koma þannig í ljós, drógu sífelt flein
og fleiri nýja menn að Forthuny, sem vildu kynnast