Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 117
M O R G U N N
111
Pascal Farthuny.
Erinði flutt i 5. R. F. í.
Eftir síra Kristinn Danlelsson.
Bókin, sem eg tala um, er eftir frakkneskan mann,
sem heitir dr. Evgéne Osty. Hann er einn af fremstu og
nafnkendustu sálarrannsóknamönnum Frakka, og er for-
stjóri fyrir hinni merkilegu alþjóða sálarrannsóknastofn-
un í París. Bókina hefir hann ritað um annan frakk-
neskan mann, sem ekki er síður merkilegur og nafn-
kunnur, rithöfund, skáld og listamann að nafni Pascal
Forthuny, sem starfað hefir við sálarrannsóknastofn-
unina sem miðill eða maður gæddur dulrænum gáfum,
sem síðar mun sagt verða.
Er bezt að láta höfundinn sjálfan skýra frá efni
bókarinnar. Eftir dálítinn, fróðlegan inngang, sem hér
er ekki hægt að fara út í, um málefnið yfirleitt, endar
hann þennan inngang þannig:
,,l þessari bók hefi eg tekið mér fyrir hendur að
skýra frá, hvernig hefir til orðið, komið í ljós og þrosk-
ast hæfileiki til yfirvenjulegrar þekkingar (dulþekk-
ingar) hjá bókmentamanni í París, sem alt þangað til
hann var 48 ára taldi það víst, í trúnni á lærð vísindi,
að næsta ólíklegt væri, að slíkur hæfileiki gæti verið
til, og varð ekki lítið forviða, er hann komst að því, að
hann var sjálfur gæddur honum“. Svo segir dr. Osty
og mun eg nú iðulegast hér á eftir láta hann segja frá.
Dulvitundarhæfileiki P. Forthunys kom sem sagt í
ljós seint á æfi hans, þegar hann var 48 ára gamall. Eg
mun síðar skýra frá, segir dr. Osty, hver voru hin raun-
verulegu og síðar skemtilegu atvik, sem leiddu til þess.
Til þess að gjöra sér grein fyi’ir þessu, er nauðsynlegt