Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 39
MORGUNN
33
legt að komast eftir, við hvað væri átt með því. Er það
dularfult samband, sem menn komast í við Drottin með
bænum eða trúarlegri hrifningu? Það getur naumast
verið, því að kristindóminum hefir frá öndverðu verið
lýst svo, sem hann væri sérstök stefna, lífsskoðun og sann-
færing. Ekki getur þetta falist í orðunum „líf í samfé-
lagi við Drottin“. Þá er það ennfremur ljóst, að verði
þessi hugsun, „samfélag við Drottin", nokkuru sinni grip-
in svo og skilgreind á þá lund, að nokkur verði nær, þá
er það áreiðanlegt, að ekki verður unt að einskorða hana
við kristindóminn. Það væri ekkert annað en versti sjálf-
birgingsskapur, að telja vor trúarbrögð hafa að sjálf-
sögðu einkarétt á slíku samfélagi. En það ætti að vera
unt að benda á aðalhugsanirnar, sem kristindómur-
inn hefir fært mönnunum, kjarna lífsstefnunnar, sem
verulegu máli skifti um. Aukin þekking á öðrum trú-
arbrögðum hefir fært oss heim sanninn um, að krist-
indómurinn á margt sameiginlegt með öðrum æðri trúar-
brögðum mannanna, en engin veruleg ástæða er til þess
að vera sammála þeim mönnum, sem halda því fi’am,
að það sé nákvæmlega sama rótin, sem liggi til grund-
vallar Hindúatrú, Búddatrú, Zóróastertrú, Gyðingdómi
og kristindómi. Þrátt fyrir alla líkingu, þá er hann svo
frábrugðinn öllu öðru, að hann verður ekki talinn ein-
ungis ein grein á þeim meiði, er spretti upp af trúar-
þörf mannkynsins.
Sá maður, sem eg hefi vitað svara spurningunni:
Hvað er kristindómur? ljósast í stuttu máli, heitir Hai’ry
Emerson Fosdick, og er nafnkendur prestur í New York.
Skal eg leitast við að rekja svar hans í sem fæstum orð-
um, eins og það hefir varðveizt í minni mínu.
Aðalörðugleikinn við svarið liggur vitaskuld í því,
í hve margvíslegum myndum þetta hefir birzt, sem einu
nafni hefir verið táknað með orðinu kristindómur. Hreyf-
ingin hefst austur í Galíleu á Gyðingalandi fyrir nærri
tveim þúsundum ára, og hefir síðan birzt á svo marg-
3