Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 24
18
M 0 R G U N N
sem guðfræðingunum hafi fundist einhver þörf á að skýra
það, hvers vegna dómsdagur væri haldinn, þó að hver
sál hafi verið dæmd þegar við burtförina af þessum
heimi og hafi búið við þann dóm hvert áraþúsundið eft-
ir annað. Skýringin er sú í tveimur kverunum, að sú
athöfn fari fram til þess að auglýsa réttlæti guðs. Sjálf-
sagt hefir sú skýring fullnægt mönnunum, þó að ekki sé
það vel skiljanlegt.
Ekki þætti mér það nein furða, þó að það yrði ein-
hvern tíma talið eitt af mestu undrunarefnum mannkyns-
ins, að það skuli svo lengi hafa sætt sig við þessar hug-
myndir um það líf, sem mennirnir eiga í vændum hinumeg-
in. Og það er víst, að íslendingar eru hættir að una þeim.
Eg hygg, að það sé óhætt að fullyrða, að enginn prest-
ur á þessu landi haldi þeim nú fram, né hallist að þeim.
Einhver ljósasti vottur um breytinguna, sem er að verða,
eða er orðin, er hið nýja kver síra Friðriks Hallgríms-
sonar. Þar er ekkert kent um upprisu holdsins, ekkert
um dómsdag, ekkert um eilífa ófarsæld — og jafnvel
ekkert um friðþæginguna.
Eg held ekki, að mörgum blöðum sé um það að
fletta, að þessi gagngerða breyting hér á landi sé ár-
angur af sálarrannsóknamálinu. Eg þarf ekki að eyða
miklum tíma til þess að skýra fyrir yður þær grund-
vallarskoðanir um annað líf, sem þær rannsóknir hafa
skapað, því að þessu félagi eru þær vel kunnar. Sam-
kvæmt þeim skoðunum fer því mjög fjarri, að maðurinn
losni við syndir sínar við það eitt að deyja, eins og eitt
kverið fullyrðir. Hann er alveg eins, þegar hann kem-
ur yfir um, eins og þegar hann fer héðan. En honum
er ætlað, með guðs hjálp og með aðstoð frá góðum ver-
um og með sínum eigin krafti, að vinna sig áfram, sífelt
lengra og lengra, upp í vitsmunina, þekkinguna og góð-
leikann. Þetta gengur misjafnlega, eftir því, hvernig á-
statt er um mannssálina. Sumum verður það, þegar er
þeir eru komnir yfir um, auðvelt og eðlilegt. Það er í