Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 61
MORGUNN
55
son, sem var mjög efnilegur miðill, hefði heilsan ekki
brostið, og nú í vetur, frú Guðrúnu Guðmundsdóttur. —
Hefir þetta mest verið að þakka forseta, og hann og
frú hans hafa lagt á sig til þess mikið erfiði, tíma og
kostnað, sem félagið, málefnisins vegna, seint fær full
þakkað þeim.
Og nú hefir enn í vetur danski miðillinn Einar Niel-
sen um 6 vikna tíma verið á vegum þeirra, endurgjalds-
laust, og er eg þá kominn að efninu, sem eg ætlaði að
tala um, sem átti að vera það, að gefa skýrslu — út-
drátt af líkamningafundum þeim, sem hann hélt frá
13. janúar til 20. febrúar.
Hann hefir að þessu sinni ekki verið á vegum fé-
lagsins. Þótti það ekki fært, með því að búizt var við
að eins fáum fundum, sem einungis lítill hluti félags-
manna gæti komizt að og yrðu því að vera nokkuð dýr-
ir. En aðallega hafa það þó verið félagsmenn, sem
hafa fengið aðgang að fundunum.
Eins og eg áður drap á, eru það líkamningafyrir-
brigði, sem sízt hefir verið kostur á að kynnast hér á
landi, en herra Einar Nielsen er aðallega líkamninga-
miðill, og fyrir því varð það að ráði hjá nokkurum á-
hugasömum mönnum, að fá hann nú hingað til lands,
með því að hann gaf kost á sér.
Hann kom hingað mánudaginn 12. jan., og var
fyrsti fundur haldinn þegar daginn eftir. Fundirnir
voru haldnir í húsi forseta, Einars H. Kvaran og konu
hans, Sólvallagötu 3, ]iar sem miðillinn, eins og eg áður
gat, dvaldi allan tímann. í húsinu eru skrifstofa, dag-
stofa og borðstofa, hver inn af annari, og voru fund-
ii'nir haldnir í miðstofunni, tjaldað með svörtum last-
ing fyrir hornið nær borðstofunni, dyrnar þangað inn
öðrumegin við tjaldið, en gluggi hinumegin. Tjaldið er
laust við veggi báðumegin og klofið í miðju, svo opna
má á þrem stöðum. Það nefnist byrgi, og er eigi stærra
fcn svo, að einungis rúmast stóllinn, er miðillinn situr