Morgunn


Morgunn - 01.06.1931, Side 14

Morgunn - 01.06.1931, Side 14
 M OR GUNN Öðru grundvallaratriði er haldið fast að oss: Að fram- farir gerist í öðrum heimi — að framliðnum mönnum fari stöðugt fram þar, ef þeir vilja það sjálfir. Öllum mannlegum skilningi hlýtur að vera það ofvaxið að hugsa sér framfarir og samt engan tíma. Það væri hvort öðru gagnstætt. Hvar sem framfarir gerast, hljóta þær að ger- ast í tímanum. Það er auðsætt, hvernig stendur á bollalegging- unum um það, að tíminn sé ekki til í heimi framliðinna manna. Þær stafa af því, sem eg hefi í einni bók minni nefnt dularfylsta fyrirbrigðið, fyrirboðunum, vitneskj- unni, sem stundum kemur fram um það, er gerist á ókomnum tímum. Þeir, sem vilja fyrir því hafa, geta lesið nokkuð um þetta fyrirbrigði og heilabrotin út af því í bók, sem kom út fyrir 15 árum og heitir „Trú og sannanir“. Eg ætla ekki að fara frekar út í það mál nú. Eg lít á það nú eins og eg leit á það þá, að fyrirbrigðið sé oss óskiljanlegt með þeirri þekking, sem vér höfum nú. En á hitt langar mig til að benda, að það er alveg gagnslaust að fara að skýra óskiljanlegt fyrirbrigði með óskiljanlegum tilgátum. Og tilgátan um, að tíminn sé ekki til, annarstaðar en á ófullkomnu tilverustigi, er oss alveg óskiljanleg, jafnt þeim, sem eru að halda henni fram, eins og oss hinum, sem ekkert leggjum upp úr henni. Hitt er annað mál, að mjög er sennilegt, ef ekki sjálfsagt, að framliðnir menn geri sér öðruvísi grein fyrir tíma og rúmi en vér gerum hér á jörðunni, eink- um þegar nokkuð fer að líða frá andlátinu og þeir eru farnir að átta sig á hinni nýju tilveru. Yér hljótum að líta nokkuð annan veg á rúmið, þegar engum örðug- leikum veldur að ferðast um það. Til skýringarauka ætla eg að lesa ykkur fáeinar línur úr frásögn Júlíu í bréfunum til Steads. Hún er stödd á jörðunni, þegar hún byrjar að segja frá: „Þegar eg fór að hreyfa mig, gekk eg, eins og eg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.