Morgunn - 01.06.1931, Side 14
M OR GUNN
Öðru grundvallaratriði er haldið fast að oss: Að fram-
farir gerist í öðrum heimi — að framliðnum mönnum
fari stöðugt fram þar, ef þeir vilja það sjálfir. Öllum
mannlegum skilningi hlýtur að vera það ofvaxið að hugsa
sér framfarir og samt engan tíma. Það væri hvort öðru
gagnstætt. Hvar sem framfarir gerast, hljóta þær að ger-
ast í tímanum.
Það er auðsætt, hvernig stendur á bollalegging-
unum um það, að tíminn sé ekki til í heimi framliðinna
manna. Þær stafa af því, sem eg hefi í einni bók minni
nefnt dularfylsta fyrirbrigðið, fyrirboðunum, vitneskj-
unni, sem stundum kemur fram um það, er gerist á
ókomnum tímum. Þeir, sem vilja fyrir því hafa, geta
lesið nokkuð um þetta fyrirbrigði og heilabrotin út af
því í bók, sem kom út fyrir 15 árum og heitir „Trú og
sannanir“. Eg ætla ekki að fara frekar út í það mál nú.
Eg lít á það nú eins og eg leit á það þá, að fyrirbrigðið
sé oss óskiljanlegt með þeirri þekking, sem vér höfum
nú. En á hitt langar mig til að benda, að það er alveg
gagnslaust að fara að skýra óskiljanlegt fyrirbrigði
með óskiljanlegum tilgátum. Og tilgátan um, að tíminn
sé ekki til, annarstaðar en á ófullkomnu tilverustigi, er
oss alveg óskiljanleg, jafnt þeim, sem eru að halda henni
fram, eins og oss hinum, sem ekkert leggjum upp úr
henni.
Hitt er annað mál, að mjög er sennilegt, ef ekki
sjálfsagt, að framliðnir menn geri sér öðruvísi grein
fyrir tíma og rúmi en vér gerum hér á jörðunni, eink-
um þegar nokkuð fer að líða frá andlátinu og þeir eru
farnir að átta sig á hinni nýju tilveru. Yér hljótum að
líta nokkuð annan veg á rúmið, þegar engum örðug-
leikum veldur að ferðast um það. Til skýringarauka
ætla eg að lesa ykkur fáeinar línur úr frásögn Júlíu í
bréfunum til Steads. Hún er stödd á jörðunni, þegar
hún byrjar að segja frá:
„Þegar eg fór að hreyfa mig, gekk eg, eins og eg