Morgunn - 01.06.1931, Side 46
40
MOEGUNN
þeim breytingum, sem verða á hinum líkamlega mekan-
isma, sem heitir taugakerfi — og eingöngu afleiðing
af þeim. Afar erfitt er að horfa á allar þær ytri fram-
farir, sem orðið hafa á högum manna, og sjá megnið
af því aukna valdi, sem mönnum hefir veizt, fara í
það að búa sig undir nýja heimsstyrjöld — og halda
samt áfram að samsinna þeirri lotningu fyrir mannlegri
sál, sem Jesús hafði, og er þungamiðja kristindómsins.
Það er yfirleitt afar erfitt, að vera kristinn maður.
En þó er vissulega engin ástæða til þess að örvænta
um forlög kristindómsins. Undirstraumurinn í heim-
spekinni virðast vera að breytast. Efnishyggjan er að
lamast hjá þeim, sem fróðastir þykja um líffræði. Sálar-
rannsóknirnar hafa dregið athyglina að margvíslegum
staðreyndum, sem varpa nýju ljósi yfir persónuleika
mannsins, og vitrir kirkjumenn eru teknir að finna til
auðmýktar yfir því, hve hin vitsmunalega hlið starfsemi
sinnar hefir verið vanrækt um skeið. Vonandi ber þetta
alt mikinn og blessunarríkan árangur, er stundir líða.
IV.
Þess hefir verið getið, að grein sr. Gunnars Bene-
diktssonar, sem minst hefir verið á, og verið hefir til-
efni þeirra hugleiðinga, er hér hafa verið nokkuð rakt-
ar, sé markverðust fyrir viðfangsefnið, en ekki íyrir
niðurstöðurnar. Greinin hefir þann kost, að hún vekur
menn til umhugsunar um trúmál, þótt þeir kunni að
verða mjög ósammála höfundi hennar. En sr. G. B. hef-
ir einnig nýlega látið frá sér fara rit, sem að sjálfsögðu
vekur miklu meiri athygli en þessi grein. Það er „Æfi-
saga Jesú frá Nazaret". Þótt þetta rit sé stutt, liggur
töluvert mikið verk í því, og það er vissulega þess virði,
að því sé gaumur gefinn. Höfundurinn lætur í ljós sann-
færingu sína um æfiferil Jesú, sem fer mjög í ólíka átt
frá því, sem talið hefir verið óyggjandi til þessa tíma.
Greinargjörðin fyrir þessari sannfæringu er skilmerki-