Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 74
68
M 0 R G U N N
7. fundur, fimtudag 29. jan.
Fundarbyrjun sem vant er. Lúðurinn sveif hátt í
lofti. Heyrðist sagt í hann: „God bless you“ (Míka), og
fleira sagt. Nokkuru eftir að lúðurinn hætti, kom Míka
og hélt að vanda fallega tölu. Lagði áherzlu á, að það
þyrfti að vera samhugur milli, það væri svo örðugt fyr-
ir þá hinum megin að birta sig augnablik. Eftir að
hann var seztur í byrgið, komu fljótlega líkamningar
og voru óvanalega lengi úti. Ýmsir þeirra snertu á
fundarmönnum, klöppuðu á kinn þeirra og lögðu hönd
á höfuð þeirra. Töldust alls koma 30 líkamningar. Síra
Har. Níelsson kom út á gólf, og heyrði frú Aðalbjörg'
hann segja: „Komdu blessuð“, en gat ekki séð andlits-
drætti. Einnig kom hann til E. H. Kv. með andlitið, og
er hann gekk burt, taldi frú Guðrún sig þekkja vaxtar-
lag hans. Nokkru eftir kom hann við vegginn (sýndi
sig), og sagði: „Síra Kristinn“. Ein líkamning nefndi sig'
Ingeboi'g, en þektist ekki. Kristín Jóhanns kom þrisvar
og sýndist grát-fegin; kysti á kinn frú Kvaran, sem
þekti hana. Hallgrímur Kiústinsson kom, nefndi sig og
gekk þangað sem bróðir hans sat í ytri hringnum; af-
líkamaðist svo fyrir utan byrgið. Frú Borghild kom til
frú Lilju, kysti hana og snei’ti einnig Kr. D. Þorbjörg
kom, fyrri kona Jónasar Þorbergssonar, virtist glöð og
mikið niðri fyrir, gekk rakleiðis til J. Þ., beygði sig ör-
lítið yfir hann, mælti skýrt setningu á íslenzku, svo hann
og fleiri heyrðu. Hann reis upp úr sæti sínu á móti
henni. Þá faðmaði hún hann og kysti. Slæður hennar
voru greinilega votar af tárum. Hún kom aftur til hans
á fundinum, og endurtók sömu atlot. Hann var ekki
í neinum vafa um, að hann þekti hana. Fleiri en ein vera
sáust í einu, eða miðillinn og líkamning. Frú Aðalbjörg
og Jónas Þorbergsson sáu miðilinn og veru fyrir aftan
hann og við vinstri hlið hans. Samtal heyrðist í byrg-
inu, veik rödd og rödd Míka. Sagði Míka, að tveir væru
inni, sem vildu koma, en nú hefði tjaldstöngin bilað