Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 134
128
MOKGUNN
Tala fundarmanna á þessum fundum er þetta frá
40 upp í 200. P. F. kemur ekki inn í salinn fyr en kl. 4
og tekur þá viðstöðulaust til starfa. Meðan fundarmenn
eru að safnast inn í salinn, situr hann aleinn á næstu
hæð íyrir ofan. Þegar hann kemur inn, rennir hann
augum yfir fundarmenn, og kemur brátt auga á ein-
hvern, sem hann fer til. Hann byrjar stundum með um-
leitunum, líkt og fiskimaður, sem keipar með færi. Hann
kastar fram upphafsstaf, sem ekkert þýðir, fornafni,
eiginnafni eða staðarnafni.
,,Hinrik“, segir hann; „þýðir það nokkuð?“
„Hinrik, það er nafn bróður míns“, svarar einhver,
og um leið kalla einn eða tveir: „Jeg heiti Hinrik“. Og
enn segir einn: „Nafnið Hinrik hefir gripið inn í líf mitt“.
„Eg ætla að byrja á þeim fyrsta“, segir Forthuny,
„og kem seinna til hinna tveggja“. Síðan lýsir hann Hin-
rik, bróður þessa fyrsta manns, og birtir stundum heila
kafla úr æfi hans svo nákvæmlega, aö enginn gæti látið
sér detta í hug, að þár væri um neina tilviljun að ræða.
Aftur er það stundum ekkert líkt því, að hann sé að
leggja út neina beitu fyrir menn, en fullyrðir viðstöðu-
laust, án þess að bíða eftir neinni samsinningu, og gjör-
ir þann, sem hann hefir snúið sér að, alveg agndofa,
•svo algjörlega nákvæm er lýsing hans. í einn klukku-
tíma skemtir Forthuny sér þannig — því að honum er
þetta skemtun — meðal fundarmanna, og snýr sér að
svo sem 10 mönnum, hverjum eftir annan. — Ekki opn-
ast þó dulvitund hans fyrir öllum. Hann reynir, fær
eitthvað til að snerta en ef það kemur fyrir ekki, þá
hættir hann; fer þá frá einum til annars, þangað til
innblásturinn kemur.
Niðurl. í næsta hefti.