Morgunn - 01.06.1931, Side 101
MORGUNN
95
Hjá líkamningamiðlum.
Eftir R. Uout Peters.
[Hér fer á eftir iii'Surlag ritgjöröarinnar, sem byrjað var á £
Murgni X. ár, bls. 219—229. Þá var lofað, að þetta niðurlag skyldi
koma í næsta hefti; en þess varð ekki kostur, því að ritst. barst það
ekki fyrr en í vetur. Sumpart mun það stafa af þeim lasleika, sem
Mr. Peters lenti í eftir heimkomuna héðan frá Reykjavík].
Mr. Williams var 3. miðillinn, sem eg var hjá á
fundi. Maður, sem var vinur okkar beggja, kynti mig
honum. Mr. Williams var með öllu ókunnugt um mig,
áður en við vorum kyntir, því að mjög fáir þektu mig á
þeim tíma, sem eg er nú að skrifa um.
Kvöldinu á undan fundinum hjá Mr. Williams héld-
um við ofurlítinn sambandsfund á heimili Mrs. Davis,
sem eg mintist á í fyrri ritgjörð minni. Moonstone var
stjórnandinn og sagði, að 3 menn mundu líkama sig
hjá Mr. Williams.
Við komum saman í herbergjum mínum. Herbergið,
sem tilraunin var gerð í, var stór heimilissalur og hátt
undir loftið. Þrjá stundarfjórðunga biðum við, án þess
að nokkuð gerðist; ekkert högg kom, né neitt annað,
sem bent gæti á, að framliðnir menn væru viðstaddir.
Mr. WilJiams spurði mig þá, hvort ekki mundi vera
gagnslaust að vera lengur að þessu. Við svöruðum all-
ir, að við vildum halda áfram.
Þá var skyndilega lyft upp lýsandi plötum, sem
voru á borðinu, eins og hjá Mr. Husk, og andlit fram-
iiðins manns birtist hjá Mrs. Davis. Hún hafði verið
á fundi með mér hjá Mr. Husk og Mrs. Corner. Þetta
var einn af þeim, sem kvöldinu áður hafði lofað að
birtast. Því næst sýndu þau sig mjög greinilega Moon-
stone og móðir mín.